„Ljósmóðir nýsköpunar“ Willum Þór Þórsson skrifar 17. september 2021 13:00 Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun