Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2021 07:01 Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Mygla Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun