Skammastu þín Guðni Ágústsson! Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. september 2021 15:00 Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins. Ég hef vegna góðra fyrri kynna minna af þér Guðni, ekkert verið að gera eitthvað fjas vegna þessa. En nú, þegar þér hefur borist liðsstyrkur í ráðherrunum Ásmundi Einari, barnamálaráðherra og Lilju Alfreðs menntamálaráðherra undanfarið með því að setja sig í beint samband við fólk í þeim tilgangi að breiða út lygar og það hefur komið í ljós að hér eru um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð, í garð formanns Miðflokksins og annarra flokksfélaga minna, að þá er mér nóg boðið. Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt! Aðferðafræðin að baki rógsherferðinni Skítadreifarar Framsóknarflokksins, hringja nú villt og galið í Miðflokksfólk og eru með rógi að reyna að fá okkar fólk til að flykkjast að baki Framsóknarflokknum. Aðferðir þeirra minna um margt á aðförina frægu sem gerð var að Jónasi á Hriflu þar sem að reynt var að halda því fram að eftirtektarverðasti stjórnmálaskörungur síðari tíma væri sinnisveikur. Aðferðarfræðin er sú, að ráðherrar Framsóknar setja sig nú beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða. Tveir ráðherrar Framsóknar hafa sem dæmi sett sig beint í samband við áhrifafólk innan okkar raða með loforðum um „velvild“, lýsi þeir yfir stuðningi við Framsókn. Þessi ógeðfellda aðferð hefur sem betur fer lítinn árangur borið. Þó eru því miður dæmi um slíkt. Megi þeir hafa skömm fyrir. Beint til þín Guðni Ágústsson Ég hef lagt mig fram um það sem kosningastjóri Miðflokksins að eiga við ykkur málefnalega umræðu og lagt það fyrir mína flokksfélaga að gera slíkt hið sama, þó það komi spánskt fyrir sjónir hve þið víkið oft frá eigin stefnu. Stefna ykkar byggist á síendurteknum frösum sem enga merkingu hafa. Það skynsamlegasta sem frá ykkur kemur er afrit og endurgerð af stefnu Miðflokksins. Réttsýnt fólk ætti að sjá hvenær stjórnmálaflokkur skreytir sig með stolnum fjöðrum. Við þig vil ég segja Guðni minn og frændi, á opinberum vettvangi, að ég hafna fyrirfram öllum loforðum frá þér og þínum um einhverja „velvild“. Mikil er nú ósvífni þín að þú skulir haga þér með þessum hætti gagnvart mínum mætu flokksfélögum, eftir þá velgjörð sem ég hef veitt þér í mínum störfum sem bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Í þeim störfum hef ég ætíð tekið erindum og ábendingum þínum vel og fylgt þeim eftir innan stjórnkerfisins, enda oft góðar og þarfar ábendingar. Nú langar mig til að spyrja þig: „Eru þetta þakkirnar?“ Ég sem þekkti þig ekki af neinu nema góðu. Skammastu þín Guðni Ágústsson! Höfundur er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Árborg, frambjóðandi til alþingis í Reykjavík norður og kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar