Vindum ofan af nýfrjálshyggjunni Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2021 16:30 Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Gunnar Smári Egilsson Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í stuttu máli er saga nýfrjálshyggjunnar þessi: 1. Skattar eru lækkaðir á hin ríku með loforði um að við það myndi kakan stækka og ríkissjóður í raun fá meiri pening. 2. Það gekk ekki eftir. Ríkissjóður safnaði skuldum og þá var það lagt til að ríkið seldi eigur sínar til að grynnka á þeim. Einkavæðingin hófst. 3. Enn var halli á ríkissjóði og þá var boðaður samdráttur á opinberri þjónustu til að draga úr hallanum, hagræðingakrafa var þetta stundum kallað en réttnefni er sveltistefna. 4. Þetta dugði ekki til og þá var sett á gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu, farið að rukka sjúklinga, nemendur og aðra sem áður nutu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu. 5. Samhliða þessu dró ríkið að sér hendurnar í mikilvægum málum á borð við húsnæðismál, einkavæddi félagslega kerfið að hluti og lét restina grotna. 6. Lífeyri eftirlaunafólks og öryrkja var haldið niðri svo lífskjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum almennings. 7. Þrátt fyrir sölu eigna, samdrátt í þjónustu og gjaldtöku, og aðgerðarleysi ríkisvaldsins í húsnæðismálum, var enn halli á ríkissjóði. Þá var skattar á almenning hækkaðir, lágtekjufólk og millitekjufólk. 8. Almenningur sat eftir með hærri skatta og gjaldtöku fyrir veikari opinbera þjónustu. Hin ríku sátu eftir með lægri skatta og höfðu sölsað undir sig eignir og auðlindir almennings. Þetta er söguþráðurinn í meginatriðum, um hvernig þessi heimska stefna braut niður samfélögin í okkar heimshluta. Við þessu er aðeins eitt ráð; að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni. 8. Við þurfum að endurheimta völd, eignir og auðlindir almennings. 7. Við þurfum að lækka skatta á almenning, mest á lágtekjufólk og fólk með miðlungstekjur. 6. Við þurfum að bæta lífskjör eftirlaunafólks, öryrkja og annarra lágtekjuhópa. 5. Við þurfum að endurreisa félagslega húsnæðiskerfið. 4. Við þurfum að innleiða gjaldfrjálsa grunnþjónustu. 3. Við þurfum að stöðva sveltistefnuna og fjármagna sómasamlega heilbrigðis- og menntakerfin og öll grunnkerfi samfélagsins. 2. Við þurfum að stöðva alla einkavæðingu og tilflutning eigna og auðlinda almennings til hinna fáu ríku. 1. Við þurfum að skattleggja hin ríku, færa skattkerfið til þess sem var fyrir innleiðingu nýfrjálshyggjunnar. Þetta er í stórum dráttum tilboð Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda fyrir Alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Tilboðið er um að drepa nýfrjálshyggjuna, ekki um að reyna að siða hana, milda hana eða bæta fyrir hluta af skaðanum sem hún hefur valdið og er enn að valda; heldur um að drepa hana og urða. Nýfrjálshyggjan er skrímsl sem ekki er hægt að lifa með. Það hefur heldur ekkert upp á sig fyrir venjulegt fólk. Við fáum ekkert út úr því að gefa þessu skrímsli lausan tauminn og leyfa því að gleypa allt sem mikils virði er og eyðileggja samfélagið sem almenningur hafði mikið fyrir að byggja upp. Þetta er okkar samfélag. Við eigum að endurheimta það 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun