Danski þjóðarflokkurinn: Pia Kjærsgaard útilokar ekki endurkomu í formannsstólinn Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 11:31 Pia Kjærsgaard steig úr stóli formanns Danska þjóðarflokksins fyrir níu árum, en útilokar nú ekki endurkomu. Flokkurinn hefur hrunið í fylgi og innri átök lituðu landsfund flokksins um helgina. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, útilokar ekki að hún muni aftur gera tilkall til forystu flokksins, batni pólitískt gengi hans ekki á næstunni. Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“ Danmörk Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“
Danmörk Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent