Við erum öll hinsegin Viðar Eggertsson skrifar 19. september 2021 22:00 Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Hinsegin Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar