Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. september 2021 08:30 Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar