Arnar Gunnlaugs byrjaði viðtalið eftir leikinn á því að öskra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 10:30 Arnar Gunnlaugsson í viðtalinu við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í gær. Skjámynd/S2 Sport Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var tekinn í viðtal strax eftir sigurinn á KR á Meistaravöllum í gær og þetta viðtal bætist í hóp margra góðra sem hafa verið tekin við Arnar. Víkingum tókst að landa sigri í leiknum og tryggja sér þar með toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Ingvar Jónsson varði víti frá KR í uppbótartíma leiksins og dramatíkin var ógurleg á lokasekúndunum. Leikurinn var varla búinn þegar Gunnlaugur Jónsson var búinn að taka Arnar Gunnlaugsson í viðtal í útsendingu Stöð 2 Sport og það er óhætt að segja að þá hafi tilfinningarnar flætt frá þessum litríka þjálfara. Pepsi Max Stúkan sýndi viðtalið og ræddi síðan um það á eftir. Það vakti athygli að æsingurinn var svo mikill að Arnar byrjaði viðtalið á því að öskra. „Ég bara vúúú. Þetta var rosalegt. Ég sagði þér fyrir leikinn að það myndi eitthvað gerast í lokin,“ sagði Arnar og benti síðan á leikmenn sína fagna með mögnuðum stuðningsmönnum sínum. „Sjáðu þetta. Þetta er eitthvað fáránlegt handrit. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Arnar. „Ég er búinn að vera í þessum leik í mörg ár en þetta var eitthvað allt annað,“ sagði Arnar „Við töluðum um það í hálfleik að halda haus. Mér fannst fyrri hálfleikurinn flottur en menn voru greinilega þungir á sér eftir bikarleikinn. Við börðumst og börðumst. Það hefur einhvern veginn allt gengið upp,“ sagði Arnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Viðtalið við Arnar Gunnlaugsson eftir dramatískan sigur á KR „Við megum fagna núna en svo bara fókus. Þetta er ekki alveg búið en fókus, fókus, fókus. Þetta er eitthvað það rosalegasta sem ég hef lent í og ferillinn minn er búinn að vera langur. Þetta var geggjað,“ sagði Arnar. „Bæði lið eiga skilið að vinna þessa deild því bæði lið eru búin að vera frábær. Við erum komnir aðeins með yfirhöndina en við þurfum bara að ná tökum á okkar tilfinningum í vikunni, æfa vel og vera einbeittir eins og við erum búnir að vera í allt sumar. Þá klárum við þetta,“ sagði Arnar. „Arnar talaði um að þeir þyrftu að ná stjórn á tilfinningum sínum í vikunni. Er það ekki bara hárrétt metið,“ spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína þegar strákarnir í Pepsi Max Stúkunni fengu boltann aftur inn í myndverið. „Jú, jú, þeir þurfa helst að gera það bara strax. Það er ekkert í húsi þeir fá ekkert fyrir það að vera á toppnum eftir þessa umferð. Ég myndi halda að fókusinn á næsta leik hæfist í síðasta lagi í fyrramálið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. „Hann náði stjórn á tilfinningum sínum fljótlega því byrjaði hann viðtalið á því að öskra. Réttilega. Þetta er leikur tilfinninga og þú verður að sýna tilfinningar þegar þú ferð í gegnum svona dramatík. Þú væri ómennskur ef þú myndir ekki sýna tilfinningar þá,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. Það má sjá þetta tilfinningaríka viðtal og umræðuna í Stúkunni á eftir hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Víkingum tókst að landa sigri í leiknum og tryggja sér þar með toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina um næstu helgi. Ingvar Jónsson varði víti frá KR í uppbótartíma leiksins og dramatíkin var ógurleg á lokasekúndunum. Leikurinn var varla búinn þegar Gunnlaugur Jónsson var búinn að taka Arnar Gunnlaugsson í viðtal í útsendingu Stöð 2 Sport og það er óhætt að segja að þá hafi tilfinningarnar flætt frá þessum litríka þjálfara. Pepsi Max Stúkan sýndi viðtalið og ræddi síðan um það á eftir. Það vakti athygli að æsingurinn var svo mikill að Arnar byrjaði viðtalið á því að öskra. „Ég bara vúúú. Þetta var rosalegt. Ég sagði þér fyrir leikinn að það myndi eitthvað gerast í lokin,“ sagði Arnar og benti síðan á leikmenn sína fagna með mögnuðum stuðningsmönnum sínum. „Sjáðu þetta. Þetta er eitthvað fáránlegt handrit. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Arnar. „Ég er búinn að vera í þessum leik í mörg ár en þetta var eitthvað allt annað,“ sagði Arnar „Við töluðum um það í hálfleik að halda haus. Mér fannst fyrri hálfleikurinn flottur en menn voru greinilega þungir á sér eftir bikarleikinn. Við börðumst og börðumst. Það hefur einhvern veginn allt gengið upp,“ sagði Arnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Viðtalið við Arnar Gunnlaugsson eftir dramatískan sigur á KR „Við megum fagna núna en svo bara fókus. Þetta er ekki alveg búið en fókus, fókus, fókus. Þetta er eitthvað það rosalegasta sem ég hef lent í og ferillinn minn er búinn að vera langur. Þetta var geggjað,“ sagði Arnar. „Bæði lið eiga skilið að vinna þessa deild því bæði lið eru búin að vera frábær. Við erum komnir aðeins með yfirhöndina en við þurfum bara að ná tökum á okkar tilfinningum í vikunni, æfa vel og vera einbeittir eins og við erum búnir að vera í allt sumar. Þá klárum við þetta,“ sagði Arnar. „Arnar talaði um að þeir þyrftu að ná stjórn á tilfinningum sínum í vikunni. Er það ekki bara hárrétt metið,“ spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína þegar strákarnir í Pepsi Max Stúkunni fengu boltann aftur inn í myndverið. „Jú, jú, þeir þurfa helst að gera það bara strax. Það er ekkert í húsi þeir fá ekkert fyrir það að vera á toppnum eftir þessa umferð. Ég myndi halda að fókusinn á næsta leik hæfist í síðasta lagi í fyrramálið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. „Hann náði stjórn á tilfinningum sínum fljótlega því byrjaði hann viðtalið á því að öskra. Réttilega. Þetta er leikur tilfinninga og þú verður að sýna tilfinningar þegar þú ferð í gegnum svona dramatík. Þú væri ómennskur ef þú myndir ekki sýna tilfinningar þá,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max Stúkunnar. Það má sjá þetta tilfinningaríka viðtal og umræðuna í Stúkunni á eftir hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira