Þagmælska Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 20. september 2021 15:43 Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar