Þorvaldur íhugar að leggja flautuna á hilluna: Ekki eins og maður poppi eftir svona leik og hafi gaman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2021 20:16 Þorvaldur Árnason er hér í miðjunni á djöfulganginum sem átti sér stað í Frostaskjóli. Stöð 2 Sport „Ég skal bara viðurkenna það að manni líður bölvanlega,“ sagði Þorvaldur Árnason, dómari leiks KR og Víkings í Pepsi Max deild karla er hann ræddi tilfinningar sínar að leik loknum. Allt sauð upp úr í leik liðanna þar sem Víkingur van dramatískan 2-1 sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Þorvaldur ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason, Rikka G, um það sem átti sér stað í leik KR og Víkings er liðin mættust í Frostaskjóli á sunnudag. Undir lok leiks sauð einfaldlega allt upp úr og brutust út slagsmál milli leikmanna liðanna. „Það er ekki eins og maður flauti af eftir svona leik, poppi og hafi gaman. Ætli ég hafi ekki sofnað hálf sex í nótt og ég skal bara viðurkenna að það er ekki auðvelt að koma heim til átta ára drengsins síns – sem er mikill fótboltaáhugamaður - og útskýra það sem fór fram þarna. Ætla að vona að ég þurfi aldrei að gera það aftur.“ „Stutta svarið, já. Ég er ennþá að hugsa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvort hann hefði hugsað af hverju hann væri að standa í þessu eftir allan hamaganginn vestur í bæ. „Við sjáum til með það,“ var svarið er Rikki spurði hvort Þorvaldur yrði ekki áfram dómari á næstu leiktíð. „Formaður dómaranefndar er dómari og var á vellinum fyrir tveimur eða þremur árum síðan og þekkir þetta þannig hann hringir og hjálpar en stundum er nóg komið og það er bara eitthvað sem maður þarf að gera upp við sig með tíð og tíma.“ „Ég er settur á leik en við sjáum til hvort ég dæmi,“ sagði Þorvaldur að endingu aðspurður hvort hann væri skráður á leik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar sem fram fer næsta laugardag. Klippa: Þorvaldur íhugar að hætta Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vítaspyrnurnar sem breyttu gangi máli á Íslandsmótinu Sviptingar urðu á Íslandsmóti karla í fótbolta í gær er topplið deildarinnar fóru á erfiða útivelli. Eftir að hafa setið fastur yfir Smáranum í Kópavogi sveiflaðist pendúllinn og bendir nú á Fossvoginn þar sem ótrúlegir hlutir gætu gerst á næstu dögum. 20. september 2021 07:00 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Þorvaldur ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason, Rikka G, um það sem átti sér stað í leik KR og Víkings er liðin mættust í Frostaskjóli á sunnudag. Undir lok leiks sauð einfaldlega allt upp úr og brutust út slagsmál milli leikmanna liðanna. „Það er ekki eins og maður flauti af eftir svona leik, poppi og hafi gaman. Ætli ég hafi ekki sofnað hálf sex í nótt og ég skal bara viðurkenna að það er ekki auðvelt að koma heim til átta ára drengsins síns – sem er mikill fótboltaáhugamaður - og útskýra það sem fór fram þarna. Ætla að vona að ég þurfi aldrei að gera það aftur.“ „Stutta svarið, já. Ég er ennþá að hugsa,“ sagði Þorvaldur aðspurður hvort hann hefði hugsað af hverju hann væri að standa í þessu eftir allan hamaganginn vestur í bæ. „Við sjáum til með það,“ var svarið er Rikki spurði hvort Þorvaldur yrði ekki áfram dómari á næstu leiktíð. „Formaður dómaranefndar er dómari og var á vellinum fyrir tveimur eða þremur árum síðan og þekkir þetta þannig hann hringir og hjálpar en stundum er nóg komið og það er bara eitthvað sem maður þarf að gera upp við sig með tíð og tíma.“ „Ég er settur á leik en við sjáum til hvort ég dæmi,“ sagði Þorvaldur að endingu aðspurður hvort hann væri skráður á leik í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar sem fram fer næsta laugardag. Klippa: Þorvaldur íhugar að hætta Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Vítaspyrnurnar sem breyttu gangi máli á Íslandsmótinu Sviptingar urðu á Íslandsmóti karla í fótbolta í gær er topplið deildarinnar fóru á erfiða útivelli. Eftir að hafa setið fastur yfir Smáranum í Kópavogi sveiflaðist pendúllinn og bendir nú á Fossvoginn þar sem ótrúlegir hlutir gætu gerst á næstu dögum. 20. september 2021 07:00 „Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Vítaspyrnurnar sem breyttu gangi máli á Íslandsmótinu Sviptingar urðu á Íslandsmóti karla í fótbolta í gær er topplið deildarinnar fóru á erfiða útivelli. Eftir að hafa setið fastur yfir Smáranum í Kópavogi sveiflaðist pendúllinn og bendir nú á Fossvoginn þar sem ótrúlegir hlutir gætu gerst á næstu dögum. 20. september 2021 07:00
„Ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi“ „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ segir Kjartan Henry Finnbogason um sinn þátt í ryskingunum í lok leik KR og Víkings í gærkvöld. 20. september 2021 12:37
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn