Jöfnum búsetuskilyrði og réttum hlut sjávarbyggða Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. september 2021 12:16 Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Byggðamál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir. Jöfn búsetuskilyrði í takt við nútímann Jöfn búsetuskilyrði í landinu er grundvallarréttur allra landsmanna. Val á búsetu á landsbyggðinni á ekki að vera val um skerta þjónustu og skert búsetuskilyrði. Fjölbreytt atvinnulíf er styrkasta stoð allra byggðar. Það ásamt nauðsynlegum innviðum á borð við nútímasamgöngur, öflugt fjarskiptasamband og góða heilbrigðisþjónustu og menntun, sem stenst samanburð við SV-hornið, er réttmæt krafa íbúa landsbyggðarinnar. Veiðiréttur sjávarbyggðanna Í hafinu undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Sjálf gullkista Íslendinga. Þessa auðlind hafa forfeður okkar nýtt frá því land byggðist. Mikilvægt er að svo verði án óþarfa takmarkana kvótakerfisins á atvinnufrelsi. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og handfæraveiðar á krók ógna ekki fiskistofnum. Íbúar sjávarbyggðanna eiga nýtingarrétt til fiskimiðanna undan ströndum byggðanna. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum undan ströndum sjávarbyggða eru skerðing á búseturétti íbúa þeirra. Árangur kvótakerfisins er enginn Sjávarbyggðirnar hafa flestar farið illa út úr kvótakerfinu sem komið var á til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn, sem eru sömu veiðiheimildir og í dag. Árangurinn er enginn! Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín æ meira aflamarki og skeyttu litlu um búsetu og afkomuöryggi fólksins í sjávarþorpunum. Mikilvægt er að réttur íbúa sjávarbyggðanna til að nýta sjávarauðlindina sé endurreistur og varinn. Það heldur öllu landinu í byggð og er þjóðhagslega hagkvæmt. Til hvers var barist? Krafa sjávarbyggða um aukið aðgengi að fiskimiðum er sterk, sögulega sterk. Íslendingar börðust í þorskastríðunum með framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga. Tímaritið Ægir tók viðtal árið 2002 við stríðshetju okkar úr síðustu tveimur þorskastríðunum, Guðmund Kjærnested, undir fyrirsögninni „Til hvers var barist?". Guðmundi rann spillingin til rifja og sagði m.a. : „Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar" og vísaði til þess að hann væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið. Guðmundur benti á að með samþjöppun aflaheimilda hefðu sjávarþorpin orðið meira og minna kvótalaus. Eflum strandveiðar með frjálsum handfæraveiðum Flokkur fólksins berst fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin í landinu. Við ætlum að stórefla strandveiðar og gefa handfæraveiðar frjálsar. Veiðar á krók ógna ekki fiskistofnum við Ísland. Kvótakerfið var sett á til verndar fiskistofnun og á einungis að ná til þeirra veiða sem geta stofnað fiskistofnum í hættu svo gætt sé meðalhófs. Mikilvægt er að íslenskar fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Öflug smábátaútgerð hleypir lífi í sjávarbyggðirnar og styrkur stoðir atvinnulífs og getur orðið forsenda fjölbreyttara atvinnulífs. Byggð í blóma gefur tækifæri, t.d. öfluga ferðaþjónustu. Flokkur fólksins krefst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Flokkur fólksins styður lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá, m.a. til að tryggja að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar en ekki í einkaeign fárra útvalinna. Með því að kjósa Flokk fólksins er kosið með jöfnun búsetuskilyrða og rétti sjávarbyggða til frjálsra handfæraveiða. xF fyrir byggð í blóma! Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar