Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. september 2021 15:15 Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar