Tökum okkur tíma Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2021 07:00 Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun