Söngur popúlistans Jarl Sigurgeirsson skrifar 23. september 2021 10:30 Tólf ára gamall hóf ég störf í saltfiski í Vestmannaeyjum, þetta var sumarið 1980. Það þótti eðlilegt á þeim tíma enda var nóg um vinnu og allar hendur vantaði á dekk. Þarna lærðum við ungmennin að bera virðingu fyrir vinnunni og því sem ekki var minna um vert, að átta okkur á því hvaðan peningarnir kæmu. Ég hafði svo sem haft um það hugmynd fyrr, enda faðir minn sjómaður og ég þar að auki alinn upp í sjávarþorpi þar sem lyktin úr bræðslunum var alla jafna kölluð peningalykt, og er kölluð það enn í dag. Hagsmunir sjávarútvegs eru hagsmunir okkar allra Upp úr 1980 varð sjávarútvegur minn starfsvettvangur. Vann í landi í sumarstörfum og einn vetur í fiskvinnslu, kynntist síðan sjómennskunni 1986 og starfaði við það næstu tvo áratugina. Ég hef alla tíð verið meðvitaður um tengslin á milli almennrar hagsældar og gengis í sjávarútvegi. Það byrjaði strax við eldhúsborðið í Hrauntúninu um sjö ára aldurinn og hefur orðið mér ljósara með hverjum degi síðan. Framfarir sjávarútvegs skapa hagsæld Frá því um aldamótin 1900 og jafnvel enn fyrr, hefur sjávarútvegurinn verið drifkraftur hagsældar þjóðarinnar sem hefur risið í beinu sambandi við gang mála og framfarir í sjávarútvegi. Með vélbátavæðingunni upp úr 1900 urðu miklar breytingar. Þjóðin kom út úr moldarkofunum, kaupstaðir mynduðust, grunnskólar voru settir á stofn og hið eiginlega menntakerfi varð til. Síldarárin kveiktu líf í landinu og viðskiptatækifæri með fiskafurðir í seinna stríði renndu stoðum undir hið nýstofnaða lýðveldi. Fleira má til telja en vert er að nefna tilkomu kvótakerfisins. Það átti að vera til þess að hefta ásókn í fiskimiðin, en hefur skilað okkur arðbærasta sjávarútvegi heimsins sem er ein styrkasta stoðin undir hagkerfi eins mesta velferðarríkis heimsins, landi tækifæranna. Velgengni sjávarútvegs knýr nýsköpun Ólíkt því sem gerist víðast hvar, þá er sjávarútvegur á Íslandi rekinn án ríkisstyrkja og skilar þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum í formi skattgreiðslna, veiðigjalda og fleira. Auk þess á stór hluti fjármuna, sem almennt eru í umferð hérlendis, á einn eða annan hátt uppruna sinn í sjávarútvegi. Stærstur hluti nýsköpunar hefur orðið til með fjármagni beint úr sjávarútvegi, eða óbeint þar sem aðilar sem selt hafa sig út úr sjávarútvegi hafa fjármagnað slíkt. Sama má segja um stóran hluta ferðaþjónustunnar, menningargeirans og ýmissa fyrirtækja. Kosningakvak um hærri skatta Í aðdraganda kosninga hækkar ætíð rómur þeirra sem telja gæðum heimsins misskipt og þá sérstaklega hvað varðar sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Enn og aftur byrja árásir á sjávarútveginn og gildir þá einu að okkur sem þjóð hafi tekist að ná þeirri öfundsverðu stöðu að skapa þar í senn sjálfbæran og arðbæran atvinnuveg. Þær raddir óma sönginn um að leggja þurfi meiri álögur á greinina, hækka á hana skatta og jafnvel að umbylta henni. Nóg sé til og tími til kominn að færa illa fenginn auðinn í réttar hendur. Forsöngvurum þessa kórs gengur misjafnt til. Flestir þeirra átta sig á að þarna geti verið gott færi til að afla atkvæða og sumir trúa því jafnvel að söngur þeirra sé kórréttur og í takti við raunveruleikann. Sjálfsagt spilar þar sterkt að skattlagning á sjávarútveg er trygg leið til að færa fjármuni frá landsbyggðunum yfir á höfuðborgarsvæðið og því vænleg leið að ná til fjöldans. Verndum það sem vel er gert Söngur þessi er fjarri mínum hugmyndum um aðgerðir í þjóðarþágu og í mínum huga deginum ljósara að þær munu skerða möguleika greinarinnar á að standa áfram undir hagsæld þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að horfa upp á atkvæðaveiðara svífast einskis í leit sinni að fleiri atkvæðum sér til handa. Þeir vita sem er, hvað er í húfi, en eru tilbúnir að leggja hag þjóðarinnar að veði gegn því að auka líkurnar á aðkomu sinni að stjórn þjóðarskútunnar. Plagsiður popúlista Popúlistaflokkar spretta nú upp sem aldrei fyrr og hafa það flestir á stefnuskránni að færa hin illa fengnu auðæfi spilltra sægreifa til þjóðarinnar. Hugsanlega hefðu þeir sem þessum söng stjórna haft gott af uppeldisfræðslu í formi soðinnar ýsu á laugardögum og peningalyktar í hægum norðanáttum. Líklegast er þó að forsöngvararnir viti mæta vel hvað í orðum þeirra felst, en meti von um atkvæði meira en hag þjóðarinnar. Það er plagsiður popúlista um allan heim. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir söng lýðskrumara Það hefur sjaldan þótt til framdráttar að slátra mjólkurkúnni og skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Vissulega á fiskveiðistjórnunarkerfið alltaf að vera í stöðugri endurnýjun líkt og allt annað, en róttækar breytingar og byltingar ættu ekki að vera leiðin til þess. Stjórnvöld þurfa að standa vörð um það umhverfi sem greininni er búið til þess að hún geti þróast og dafnað og megi áfram standa undir velferð landsmanna hér eftir sem hingað til. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir falskan söng lýðskrumaranna, jafnvel þó atkvæði verði í boði. Höfundur skipar 6. sæti á lista framboðs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Tólf ára gamall hóf ég störf í saltfiski í Vestmannaeyjum, þetta var sumarið 1980. Það þótti eðlilegt á þeim tíma enda var nóg um vinnu og allar hendur vantaði á dekk. Þarna lærðum við ungmennin að bera virðingu fyrir vinnunni og því sem ekki var minna um vert, að átta okkur á því hvaðan peningarnir kæmu. Ég hafði svo sem haft um það hugmynd fyrr, enda faðir minn sjómaður og ég þar að auki alinn upp í sjávarþorpi þar sem lyktin úr bræðslunum var alla jafna kölluð peningalykt, og er kölluð það enn í dag. Hagsmunir sjávarútvegs eru hagsmunir okkar allra Upp úr 1980 varð sjávarútvegur minn starfsvettvangur. Vann í landi í sumarstörfum og einn vetur í fiskvinnslu, kynntist síðan sjómennskunni 1986 og starfaði við það næstu tvo áratugina. Ég hef alla tíð verið meðvitaður um tengslin á milli almennrar hagsældar og gengis í sjávarútvegi. Það byrjaði strax við eldhúsborðið í Hrauntúninu um sjö ára aldurinn og hefur orðið mér ljósara með hverjum degi síðan. Framfarir sjávarútvegs skapa hagsæld Frá því um aldamótin 1900 og jafnvel enn fyrr, hefur sjávarútvegurinn verið drifkraftur hagsældar þjóðarinnar sem hefur risið í beinu sambandi við gang mála og framfarir í sjávarútvegi. Með vélbátavæðingunni upp úr 1900 urðu miklar breytingar. Þjóðin kom út úr moldarkofunum, kaupstaðir mynduðust, grunnskólar voru settir á stofn og hið eiginlega menntakerfi varð til. Síldarárin kveiktu líf í landinu og viðskiptatækifæri með fiskafurðir í seinna stríði renndu stoðum undir hið nýstofnaða lýðveldi. Fleira má til telja en vert er að nefna tilkomu kvótakerfisins. Það átti að vera til þess að hefta ásókn í fiskimiðin, en hefur skilað okkur arðbærasta sjávarútvegi heimsins sem er ein styrkasta stoðin undir hagkerfi eins mesta velferðarríkis heimsins, landi tækifæranna. Velgengni sjávarútvegs knýr nýsköpun Ólíkt því sem gerist víðast hvar, þá er sjávarútvegur á Íslandi rekinn án ríkisstyrkja og skilar þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum í formi skattgreiðslna, veiðigjalda og fleira. Auk þess á stór hluti fjármuna, sem almennt eru í umferð hérlendis, á einn eða annan hátt uppruna sinn í sjávarútvegi. Stærstur hluti nýsköpunar hefur orðið til með fjármagni beint úr sjávarútvegi, eða óbeint þar sem aðilar sem selt hafa sig út úr sjávarútvegi hafa fjármagnað slíkt. Sama má segja um stóran hluta ferðaþjónustunnar, menningargeirans og ýmissa fyrirtækja. Kosningakvak um hærri skatta Í aðdraganda kosninga hækkar ætíð rómur þeirra sem telja gæðum heimsins misskipt og þá sérstaklega hvað varðar sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Enn og aftur byrja árásir á sjávarútveginn og gildir þá einu að okkur sem þjóð hafi tekist að ná þeirri öfundsverðu stöðu að skapa þar í senn sjálfbæran og arðbæran atvinnuveg. Þær raddir óma sönginn um að leggja þurfi meiri álögur á greinina, hækka á hana skatta og jafnvel að umbylta henni. Nóg sé til og tími til kominn að færa illa fenginn auðinn í réttar hendur. Forsöngvurum þessa kórs gengur misjafnt til. Flestir þeirra átta sig á að þarna geti verið gott færi til að afla atkvæða og sumir trúa því jafnvel að söngur þeirra sé kórréttur og í takti við raunveruleikann. Sjálfsagt spilar þar sterkt að skattlagning á sjávarútveg er trygg leið til að færa fjármuni frá landsbyggðunum yfir á höfuðborgarsvæðið og því vænleg leið að ná til fjöldans. Verndum það sem vel er gert Söngur þessi er fjarri mínum hugmyndum um aðgerðir í þjóðarþágu og í mínum huga deginum ljósara að þær munu skerða möguleika greinarinnar á að standa áfram undir hagsæld þjóðarinnar. Það er ótrúlegt að horfa upp á atkvæðaveiðara svífast einskis í leit sinni að fleiri atkvæðum sér til handa. Þeir vita sem er, hvað er í húfi, en eru tilbúnir að leggja hag þjóðarinnar að veði gegn því að auka líkurnar á aðkomu sinni að stjórn þjóðarskútunnar. Plagsiður popúlista Popúlistaflokkar spretta nú upp sem aldrei fyrr og hafa það flestir á stefnuskránni að færa hin illa fengnu auðæfi spilltra sægreifa til þjóðarinnar. Hugsanlega hefðu þeir sem þessum söng stjórna haft gott af uppeldisfræðslu í formi soðinnar ýsu á laugardögum og peningalyktar í hægum norðanáttum. Líklegast er þó að forsöngvararnir viti mæta vel hvað í orðum þeirra felst, en meti von um atkvæði meira en hag þjóðarinnar. Það er plagsiður popúlista um allan heim. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir söng lýðskrumara Það hefur sjaldan þótt til framdráttar að slátra mjólkurkúnni og skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Vissulega á fiskveiðistjórnunarkerfið alltaf að vera í stöðugri endurnýjun líkt og allt annað, en róttækar breytingar og byltingar ættu ekki að vera leiðin til þess. Stjórnvöld þurfa að standa vörð um það umhverfi sem greininni er búið til þess að hún geti þróast og dafnað og megi áfram standa undir velferð landsmanna hér eftir sem hingað til. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka undir falskan söng lýðskrumaranna, jafnvel þó atkvæði verði í boði. Höfundur skipar 6. sæti á lista framboðs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar