Iðn- og tækninám verður að efla Bergþór Ólason skrifar 23. september 2021 13:30 Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. Horfum heildstætt á málið. Miðflokkurinn leggur áherslu á að menntakerfið endurspegla þörf þjóðarinnar fyrir aukna verðmætasköpun og framþróun á næstu árum og áratugum. Því er það tillaga flokksins að fjármagni verði sérstaklega beint í nám í tækni- og iðngreinum og stutt við þá sem vilja stunda slíkt nám. Um leið þarf að tryggja jafna stöðu allra nemenda, hvar sem er á landinu. Atvinnulífið þarf á því að halda að menntakerfið útskrifi fólk með þekkingu á þeim sviðum sem skipta mestu máli við efnahagslega uppbyggingu landsins. Það hefur lengi verið rætt um mikilvægi þess að efla iðn- og tækninám. Í mörgum tilvikum er slíkt nám dýrara en annað nám. Fjárveitingarnar þurfa að taka mið af því og stjórnvöld ófeimin við að eyrnamerkja fjárveitingar ákveðnu námi. Skattgreiðendur, einstaklingar og fyrirtæki borga reikninginn. Þeir eiga að geta haft áhrif á hvernig fjármagnið er nýtt. Slík nálgun auðveldar líka ríkisvaldinu að liðka fyrir samstarfi skóla og fyrirtækja og auka ásókn í námið. Undanfarið höfum við séð aukna aðsókn í iðnmenntiun sem er vel. En þá bregður svo við að skólakerfið er ekki tilbúið. Það er augljóst að ófremdarástand hefur skapast síðustu ár og ber menntamálaráðherra fulla ábyrgð á því að hafa ekki brugðist við í tíma við því eins og birtist í því að Tækniskólinn synjaði 700 nemendum um skólavist í haust. Það er sorgleg niðurstaða. Skólameistari Tækniskólans hefur kallað eftir skýrri stefnu stjórnvalda. Fjármagn dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn. Við þessu þarf að bregðast sem fyrst því það er augljóslega óásættanleg staða að hafa áhugasama nemendur en engan skóla. Viðtækar aðgerðir til styrktar iðnmenntun Miðflokkurinn hefur heildstæða stefnu þegar kemur að iðnmenntun og má minna á afstöðu flokksins til löggildinga iðngreina sem er mikið framfaramál. Miðflokkurinn hefur stutt þá vinnu sem hefur verið í gangi um þetta og leggur áherslu á að málið sé skoðað með heildstæðum hætti og samtali við fulltrúa þeirra greina sem hlotið hafa löggildingu. Það er mikilvægt að fulltrúar iðngreinanna og neytenda taki þátt í þessari vinnu. Við teljum mjög mikilvægt að vinna að því að bæta starfsumhverfi þeirra aðila sem vinna í þessum iðngreinum á sama tíma og við treystum stoðir iðnmenntunar og aukum skilvirkni í eftirlitskerfinu. Að lokum má minna á að það var að frumkvæði ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem komið var á fyrirkomulagi um inngreiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Miðflokkurinn styður áframhaldandi nýtingu þess þó þannig að það sé ávallt hluti af heildstæðum aðgerðum en þessar aðgerðir nýtast vel til lausnar á vandamálum íbúðamarkaðarins. Nú fyrir kosningar hefur Miðflokkurinn lagt til að almenningur fái heimild til að setja 3,5 prósentustig af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og skipar þar fyrsta sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Skóla - og menntamál Bergþór Ólason Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Grunnþáttur í stefnu Miðflokksins í menntamálum er að það þurfi að efla iðn- og tæknimenntun. Ekki á kostnað annars náms heldur til þess að svara vaxandi kröfum atvinnulífisins og þó ekki síður auknum áhuga ungs fólks á slíku námi. Horfum heildstætt á málið. Miðflokkurinn leggur áherslu á að menntakerfið endurspegla þörf þjóðarinnar fyrir aukna verðmætasköpun og framþróun á næstu árum og áratugum. Því er það tillaga flokksins að fjármagni verði sérstaklega beint í nám í tækni- og iðngreinum og stutt við þá sem vilja stunda slíkt nám. Um leið þarf að tryggja jafna stöðu allra nemenda, hvar sem er á landinu. Atvinnulífið þarf á því að halda að menntakerfið útskrifi fólk með þekkingu á þeim sviðum sem skipta mestu máli við efnahagslega uppbyggingu landsins. Það hefur lengi verið rætt um mikilvægi þess að efla iðn- og tækninám. Í mörgum tilvikum er slíkt nám dýrara en annað nám. Fjárveitingarnar þurfa að taka mið af því og stjórnvöld ófeimin við að eyrnamerkja fjárveitingar ákveðnu námi. Skattgreiðendur, einstaklingar og fyrirtæki borga reikninginn. Þeir eiga að geta haft áhrif á hvernig fjármagnið er nýtt. Slík nálgun auðveldar líka ríkisvaldinu að liðka fyrir samstarfi skóla og fyrirtækja og auka ásókn í námið. Undanfarið höfum við séð aukna aðsókn í iðnmenntiun sem er vel. En þá bregður svo við að skólakerfið er ekki tilbúið. Það er augljóst að ófremdarástand hefur skapast síðustu ár og ber menntamálaráðherra fulla ábyrgð á því að hafa ekki brugðist við í tíma við því eins og birtist í því að Tækniskólinn synjaði 700 nemendum um skólavist í haust. Það er sorgleg niðurstaða. Skólameistari Tækniskólans hefur kallað eftir skýrri stefnu stjórnvalda. Fjármagn dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn. Við þessu þarf að bregðast sem fyrst því það er augljóslega óásættanleg staða að hafa áhugasama nemendur en engan skóla. Viðtækar aðgerðir til styrktar iðnmenntun Miðflokkurinn hefur heildstæða stefnu þegar kemur að iðnmenntun og má minna á afstöðu flokksins til löggildinga iðngreina sem er mikið framfaramál. Miðflokkurinn hefur stutt þá vinnu sem hefur verið í gangi um þetta og leggur áherslu á að málið sé skoðað með heildstæðum hætti og samtali við fulltrúa þeirra greina sem hlotið hafa löggildingu. Það er mikilvægt að fulltrúar iðngreinanna og neytenda taki þátt í þessari vinnu. Við teljum mjög mikilvægt að vinna að því að bæta starfsumhverfi þeirra aðila sem vinna í þessum iðngreinum á sama tíma og við treystum stoðir iðnmenntunar og aukum skilvirkni í eftirlitskerfinu. Að lokum má minna á að það var að frumkvæði ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem komið var á fyrirkomulagi um inngreiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Miðflokkurinn styður áframhaldandi nýtingu þess þó þannig að það sé ávallt hluti af heildstæðum aðgerðum en þessar aðgerðir nýtast vel til lausnar á vandamálum íbúðamarkaðarins. Nú fyrir kosningar hefur Miðflokkurinn lagt til að almenningur fái heimild til að setja 3,5 prósentustig af lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð sem nýta má til eigin fasteignakaupa. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi og skipar þar fyrsta sæti á lista flokksins í komandi kosningum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun