Með evru neyðumst við til þess að hætta þessum óheilbrigða leik! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. september 2021 13:45 Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun