Við þurfum líka þjónustu sérgreinalækna úti á landi! Pétur Heimisson skrifar 24. september 2021 15:00 Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar