Ekki verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 00:36 Séð yfir Vík í Mýrdal í Mýrdalshreppi. Vísir/EINAR Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna samhliða Alþingiskosningunum í dag. Tillagan var samþykkt í hinum sveitarfélögunum, alla jafna með naumum meirihluta. Í Ásahreppi var tillögunni hafnað með 78,7% greiddra atkvæða, 27 með og 107 á móti. Á kjörsókn voru 136 og kjörsókn 85,5%. Í Skaftárhreppi var tillagan samþykkt með 74,8% atkvæða, 202 með og 68 á móti. Á kjörskrá voru 370 og kjörsókn 75%. Íbúar í Rangárþingi ytra samþykktu sameiningu með 51% atkvæða, 453 með og 435 á móti. Á kjörskrá voru 1.247 og kjörsókn 73%. Úrslit í Mýrdalshreppi voru á þá leið að tillagan var samþykkt með 52% atkvæða, 133 með og 122 á móti. Á kjörskrá voru 370 og var kjörsókn 70,81%. Tillagan var samþykkt í Rangárþingi eystra með 52% atkvæða, 498 með og 455 á móti. 1.306 voru á kjörskrá og var kjörsókn 74,8%. Ætla ekki að nýta heimild til að sameina sveitarfélögin fjögur Sveitarstjórnirnar fimm höfðu gefið það út fyrir kosningar að heimild til að sameina þau sveitarfélög þar sem sameining er samþykkt þótt henni sé hafnað í einhverju sveitarfélaganna sem tillagan varðar verði ekki nýtt. Verður því ekki af sameiningu á Suðurlandi. Sveitarstjórnirnar skipuðu verkefnahóp í apríl árið 2020 til að kanna hvaða áhrif sameiningin myndi hafa á rekstur og þjónustu sveitarfélaganna. Í kjölfar viðræðna var ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu. Voru viðræðurnar unnar í samræmi við stefnu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaganna þar sem aukin áhersla er lögð á sameiningu smærri sveitarfélaga.
Sveitarstjórnarmál Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36 „Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31 Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Ekki verður af sameiningu á Suðurlandi Ekkert verður af sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi eftir að Ásahreppur kolfelldi tillögu um að sameinast Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp. 26. september 2021 00:36
„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Á Suðurlandi er nú verið að kanna kosti og galla sameiningar fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Hópurinn, sem er skipaður fulltrúum allra sveitarfélaganna kallar sig "Sveitarfélagið Suðurland" en það gæti hugsanlega verið eitt af nöfnunum, sem kosið yrði um ef samþykkt verður að sameina sveitarfélögin. 17. október 2020 12:31
Kanna sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi Verkefnið hefur hlotið nafnið „Sveitarfélagið Suðurland“. 15. apríl 2020 14:14