Að skapa örorkuvænt, nýskapandi atvinnulíf Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 27. september 2021 11:30 Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar