Sú besta í WNBA deildinni kemur frá Bahamaeyjum og spilar fyrir Bosníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 17:00 Jonquel Jones hefur spilað frábærlega með liði Connecticut Sun en er nú komin upp að vegg í úrslitakeppninni í WNBA deildinni. Getty/Scott Taetsch Hún bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017, var valin besti sjötti maðurinn árið 2018 og var svo kosin besti leikmaðurinn í ár. Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005. NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005.
NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira