Innlent

Einn upp á þrjú stig í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
keilir

Enn skelfur jörð í grennd við Keili og í nótt klukkan kortér yfir tvö kom skjálfti sem mældist þrjú stig að stærð. Sá var á 5,6 kílómetra dýpi og átti hann upptök sín 1,1 kílómetra SSV af Keili.

 Þetta er fjórði skjálftinn sem mælist þrjú stig eða stærri síðan stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. Sá var 4,2 stig og kom síðdegis á laugardaginn.

Síðustu tvo sólarhringana hafa skjálftarnir verið tæplega þrjúhundruð og margir þeirra hafa fundist vel á suðvesturhorni landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×