Kristall Máni kom heim til að fá að spila framar á vellinum: „Ég á heima fremstur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 11:30 Kristall Máni Ingason skoraði þrennu á móti Vestra í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins og sýndi það á táknrænan hátt í fagni sínu. Vísir/Bára Dröfn Kristall Máni Ingason var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deild karla í sumar og hélt upp á það með því að skora þrennu í undanúrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum. Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira