Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 14:31 Sigyn Blöndal starfaði áður sem umsjónarkona KrakkaRÚV og Stundarinnar okkar. Steindór Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira