Konur sem kæra kynferðisbrot eru oft sakaðar um tepruskap Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. október 2021 21:39 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir marga nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu til samtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Oft er talað niður til þeirra sem stíga fram og greina frá kynferðislegu ofbeldi að sögn talskonu Stígamóta. Fjölmörg dæmi eru um að konur sem kæra kynferðisbrot séu sakaður um tepruskap og óþarfa dramatík. Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira