Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 15:00 Alls konar gögn um knattspyrnumenn eru nýtt af fyrirtækjum án þess að þeir fái greiðslur fyrir. Getty/Michael Regan Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá. Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu