Sara Sigmunds: Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir má nú æfa af fullum krafti og það styttist í fyrsta mótið eftir krossbandsslit sem fer fram í desember. Instagram/@sarasigmunds CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir mætti sem áhorfandi á síðustu heimsleika í CrossFit en það ætlar hún aldrei að gera aftur. Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira