Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 14:33 Bandaríska þinghúsið. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta öldungadeildarinnar á næsta ári. Vísir/EPA Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hreyfingin um endurnýjun Bandaríkjanna (RAM) var stofnuð af hófsömum repúblikönum skömmu eftir að æstur hópur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta í janúar. Hópurinn hefur nú gefið upp alla von um að Repúblikanaflokkur þeirra losi sig úr hreðjataki Trump og stoðlausra samsæriskenninga hans um að hann hafi verið fórnarlamb stórfelldra kosningasvik. Því ætlar hópurinn að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að repúblikanar nái aftur meirihluta á Bandaríkjaþingi í kosningum á næsta ári. Demókratar eru mun nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og flokkarnir tveir eru með jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði ef atkvæði falla jöfn í öldungadeildinni. Þeir ætla þó ekki aðeins að styðja demókrata í kröppum dansi heldur einnig fámennan hóp þingmanna Repúblikanaflokksins sem andæfði Trump, þar á meðal Liz Cheney sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðildar hans að árásinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Repúblikanar spörkuðu Cheney úr forystusveit sinni í fulltrúadeildinni fyrir vikið. Flestir kjörnir fulltrúar flokksins hafa tekið trú Trump á að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í fyrra. „Í ljósi vaxandi ógnar við lýðræðið og stjórnarskrána okkar þurfum við á fólki að halda sem vinnur gagngert að því að leiða flokk sinn og landið frá pólitískum öfgum,“ segir Joel Searby, einn stjórnenda RAM við Reuters. Kosið er um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og rúman þriðjung sæta í öldungadeildinni í kosningunum sem fara fram 8. nóvember á næsta ári. Algengt er að flokkur forsetans tapi þingsætum í kosningum á miðju kjörtímabili.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira