Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Villeneuve D'Ascq 41-84 | Jákvæðir punktar en himinn og haf milli liðanna Sæbjörn Þór Steinke skrifar 14. október 2021 22:08 Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest Haukakvenna í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq í riðlakeppni EuroCup í Ólafssal. Franska liðið vann sannfærandi sigur og var ekki spurning frá svona 3. mínútu hvort liðið myndi bera sigur úr býtum. Franska liðið var öflugra en Haukar á öllum sviðum leiksins og hættu ekkert þó forystan hafi verið mikil í hálfleik. Heimakonur áttu fínustu rispur og þvinguðu gestina í leikhlé í 2. leikhluta sem má líta á sem ákveðinn sigur. Þá náði liðið 11-0 spretti í lokaleikhlutanum og þjálfari gestanna tók einnig leikhlé í það skiptið. Í þriðja leikhluta fékk Haiden Palmer tæknivillu og var send í sturtu því áður hafði hún fengið óíþróttamannslega villu. Haukar eru ekki með neina svakalega breidd á EuroCup sviðið og því þurftu yngri leikmenn að taka við keflinu og stóðu sig með prýði. Stemningin og umgjörðin hjá Haukum var til fyrirmyndar og var gaman að mæta og upplifa leikinn í Ólafssal. Haukar buðu upp á klappstýrur í kynningu leikmanna fyrir leik og svo í leikhléum. Haukar eiga fimm leiki eftir í riðlinum en auk Villeneuve er Tarbes frá Frakklandi og Brno frá Tékklandi í riðlinum. Leikmenn fá mikla reynslu úr því að spila við svona öflug lið og vonandi verða Haukakonur nær sigri í næstu leikjum. Af hverju vann Villenueve? Liðið var miklu betra en Haukar á öllum sviðum. Líkamlegir yfirburðir voru talsverðir og bæði sóknar- og varnarlega var leikur gestanna á mun hærra getustigi en leikur heimakvenna. Það var sjáanlegur munur á hvort liðið er atvinnumannalið og hvort liðið er áhugamannalið. Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir var með tvöfalda tvennu í leiknum, skoraði þrettán stig og tók þrettán fráköst. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir náði að vera með 0 í +- á þeim sjö mínútum sem hún spilaði. Hún skoraði fimm stig en það var Eva Margrét Kristjánsdóttir sem var næststigahæst Hauka með átta stig. Hjá gestunum skoruðu fjórar yfir tíu stig en Sandra Ygueravide og Kariata Diaby voru öflugastar ef horft er á heildaframlag. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka heilt yfir var ekki nægilega góður og hittnin lítil. Franska liðið var öflugur og misstu Haukar boltann alls 30 sinnum sem er alltof mikið. Til samanburðar tapaði franska liðið boltanum níu sinnum. Hvað gerist næst? Haukar mæta næst Skallagrími á sunnudaginn í Subway-deildinni. Haukur eru þar með einn sigur eftir tvo leiki. Næsti leikur í Evrópukeppninni er gegn Tarbes í Frakklandi næsta miðvikudag. Tarbes vann Brno í sínum fyrsta leik í riðlinum. Helena: Flott hvernig við enduðum leikinn Helena Sverrisdóttir horfði á jákvæða punkta eftir leik.Vísir/Vilhelm „Það var erfitt að spila þennan leik, þær eru mjög sterkt lið og við vissum að við þyrftum að eiga toppleik sem var ekki raunin í dag,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. „Það var erfitt að missa Haiden út af í 3. leikhluta, hún er okkar leikstjórnandi. Þær sem komu inn fyrir hana gerðu sitt allra besta. Þær eru 15 og 17 ára þessar stelpur. Mér fannst flott hvernig við enduðum leikinn, sýndum smá baráttu og þær voru orðnar pirraðar á okkur.“ Hvað gefur þessi leikur ykkur upp á framhaldið? „Við sjáum á hvaða „level“ við erum að spila á, þetta er stórt stökk frá því gegn portúgalska liðinu. Við ætlum að bæta okkur jafnt og þétt í gegnum keppnina,“ sagði Helena að lokum. Haukar Körfubolti Evrópubikarinn í körfubolta kvenna
Haukar mættu franska liðinu Villeneuve D'Ascq í riðlakeppni EuroCup í Ólafssal. Franska liðið vann sannfærandi sigur og var ekki spurning frá svona 3. mínútu hvort liðið myndi bera sigur úr býtum. Franska liðið var öflugra en Haukar á öllum sviðum leiksins og hættu ekkert þó forystan hafi verið mikil í hálfleik. Heimakonur áttu fínustu rispur og þvinguðu gestina í leikhlé í 2. leikhluta sem má líta á sem ákveðinn sigur. Þá náði liðið 11-0 spretti í lokaleikhlutanum og þjálfari gestanna tók einnig leikhlé í það skiptið. Í þriðja leikhluta fékk Haiden Palmer tæknivillu og var send í sturtu því áður hafði hún fengið óíþróttamannslega villu. Haukar eru ekki með neina svakalega breidd á EuroCup sviðið og því þurftu yngri leikmenn að taka við keflinu og stóðu sig með prýði. Stemningin og umgjörðin hjá Haukum var til fyrirmyndar og var gaman að mæta og upplifa leikinn í Ólafssal. Haukar buðu upp á klappstýrur í kynningu leikmanna fyrir leik og svo í leikhléum. Haukar eiga fimm leiki eftir í riðlinum en auk Villeneuve er Tarbes frá Frakklandi og Brno frá Tékklandi í riðlinum. Leikmenn fá mikla reynslu úr því að spila við svona öflug lið og vonandi verða Haukakonur nær sigri í næstu leikjum. Af hverju vann Villenueve? Liðið var miklu betra en Haukar á öllum sviðum. Líkamlegir yfirburðir voru talsverðir og bæði sóknar- og varnarlega var leikur gestanna á mun hærra getustigi en leikur heimakvenna. Það var sjáanlegur munur á hvort liðið er atvinnumannalið og hvort liðið er áhugamannalið. Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir var með tvöfalda tvennu í leiknum, skoraði þrettán stig og tók þrettán fráköst. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir náði að vera með 0 í +- á þeim sjö mínútum sem hún spilaði. Hún skoraði fimm stig en það var Eva Margrét Kristjánsdóttir sem var næststigahæst Hauka með átta stig. Hjá gestunum skoruðu fjórar yfir tíu stig en Sandra Ygueravide og Kariata Diaby voru öflugastar ef horft er á heildaframlag. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka heilt yfir var ekki nægilega góður og hittnin lítil. Franska liðið var öflugur og misstu Haukar boltann alls 30 sinnum sem er alltof mikið. Til samanburðar tapaði franska liðið boltanum níu sinnum. Hvað gerist næst? Haukar mæta næst Skallagrími á sunnudaginn í Subway-deildinni. Haukur eru þar með einn sigur eftir tvo leiki. Næsti leikur í Evrópukeppninni er gegn Tarbes í Frakklandi næsta miðvikudag. Tarbes vann Brno í sínum fyrsta leik í riðlinum. Helena: Flott hvernig við enduðum leikinn Helena Sverrisdóttir horfði á jákvæða punkta eftir leik.Vísir/Vilhelm „Það var erfitt að spila þennan leik, þær eru mjög sterkt lið og við vissum að við þyrftum að eiga toppleik sem var ekki raunin í dag,“ sagði Helena Sverrisdóttir eftir leikinn. „Það var erfitt að missa Haiden út af í 3. leikhluta, hún er okkar leikstjórnandi. Þær sem komu inn fyrir hana gerðu sitt allra besta. Þær eru 15 og 17 ára þessar stelpur. Mér fannst flott hvernig við enduðum leikinn, sýndum smá baráttu og þær voru orðnar pirraðar á okkur.“ Hvað gefur þessi leikur ykkur upp á framhaldið? „Við sjáum á hvaða „level“ við erum að spila á, þetta er stórt stökk frá því gegn portúgalska liðinu. Við ætlum að bæta okkur jafnt og þétt í gegnum keppnina,“ sagði Helena að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum