„Lukkudýrið“ í mál við félagið Sá sem lék launahæsta lukkudýrið í NBA deildinni í körfubolta er farinn í mál við félagið sem hann starfaði lengi fyrir. Körfubolti 21.8.2025 23:31
ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Gríski körfuboltamaðurinn Dimitrios Klonaras ætlar ekki að yfirgefa íslenska körfuboltann því hann hefur náð samkomulagi um að spila með ÍR í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri. Körfubolti 21.8.2025 21:32
Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Haukur Helgi Pálsson brast í grát þegar hann tilkynnti liðsfélögum sínum að hann færi ekki með þeim á komandi Evrópumót karla í körfubolta. Hann er á leið í aðgerð á barka en vonast til að geta stutt liðsfélaga sína af hliðarlínunni í Póllandi. Körfubolti 21.8.2025 19:17
Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti 21.8.2025 11:36
Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Nú þegar rétt rúm vika er í að Ísland hefji leik á EM í körfubolta eru nánast allar landsliðstreyjur orðnar uppseldar á heimasíðu Errea á Íslandi. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir eftirspurnina í ár hafa verið mun meiri en áður þegar Ísland hefur farið á EM. Körfubolti 20. ágúst 2025 13:47
Erfitt að horfa á félagana detta út „Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku. Körfubolti 20. ágúst 2025 12:33
Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Craig Pedersen er á leiðinni með íslenska körfuboltalandsliðið í þriðja sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins og í dag tilkynnti kanadíski þjálfarinn um það hvaða tólf leikmenn það verða sem keppa fyrir Íslands hönd á Eurobasket í ár. Körfubolti 19. ágúst 2025 20:01
Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, mætti á æfingu karlalandsliðsins í körfubolta í dag. Hún hvatti liðið til dáða fyrir komandi Evrópumót. Liðið heldur utan á fimmtudag. Körfubolti 19. ágúst 2025 14:47
Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Eftir að hafa misst af fyrstu þremur vikunum í undirbúningi gríska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta er Giannis Antetokounmpo loksins mættur á æfingar. Gríska körfuknattleikssambandið neitar að útskýra hvers vegna hann hefur ekki tekið þátt hingað til. Körfubolti 19. ágúst 2025 13:30
Svona er hópur Íslands sem fer á EM Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur opinberað hvaða tólf leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Almar Orri Atlason dettur út úr hópnum, sem hafði fyrir daginn í dag verið skorinn niður í 13 leikmenn. Körfubolti 19. ágúst 2025 13:01
Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Keflvíkingar eru búnir að styrkja sig inn í teig fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 18. ágúst 2025 22:51
Ungur körfuboltamaður drukknaði Deng Mayar, körfuboltamaður hjá Omaha háskólanum í Bandaríkjunum, er látinn. Hann drukknaði í fyrradag. Sport 18. ágúst 2025 17:02
Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Tindastóll skráði sig til leiks í Norður-Evrópudeildinni í körfubolta í vetur og mun spila að minnsta kosti átta auka leiki ofan á álagið í deildar- og bikarkeppninni heima fyrir. Nú er ljóst hvaða liðum Stólarnir mæta, hvert þeir ferðast og hvaða lið heimsækja Síkið. Körfubolti 18. ágúst 2025 15:17
Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Slóvenska stórstjarnan Luka Doncic fór meiddur af velli er Slóvenar mættu Lettum í æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í körfubolta. Körfubolti 16. ágúst 2025 22:02
Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Ísland tapaði naumlega, 83-79 gegn Portúgal í æfingaleik fyrir Evrópumótið í körfubolta. Körfubolti 15. ágúst 2025 21:27
Khalil Shabazz til Grindavíkur Bandaríski leikstjórnandinn Khalil Shabazz er genginn í raðir Grindavíkur og leikur með liðinu í Bónus deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 15. ágúst 2025 09:44
Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann þriggja stiga sigur á Svíum á æfingamóti í Portúgal í gærkvöldi og það var búið að bíða eftir þessum sigri. Körfubolti 15. ágúst 2025 08:33
Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Slóvenska körfuboltalandsliðið verður með því íslenska í riðli á Evrópumótinu en sá riðill verður spilaður í Póllandi. Það eru ekki allir sáttir með liðsvalið hjá Slóvenum og ekki síst ein stærsta körfuboltafjölskylda þjóðarinnar. Mikil dramatík er í kringum valið á EM-hópnum. Körfubolti 15. ágúst 2025 06:31
Keflavík fær bandarískan framherja Keflavík hefur samið við bandarískan framherja að nafni Dejah Terrell, hún kemur til liðsins úr tyrkneska boltanum og mun leika með liðinu í Bónus deild kvenna á næsta tímabili. Körfubolti 14. ágúst 2025 21:53
Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Ísland vann Svíþjóð 73-70 í æsispennandi æfingaleik liðanna í undirbúningi fyrir Evrópumótið í körfubolta. Körfubolti 14. ágúst 2025 21:36
Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Craig Pedersen hefur skorið íslenska landsliðshópinn fyrir EuroBasket niður um einn leikmann. Jaka Brodnik fer ekki með í æfingaferðina til Portúgal. Þrettán leikmenn eru nú eftir en aðeins tólf þeirra munu fara á EuroBasket. Körfubolti 12. ágúst 2025 14:01
Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA A'ja Wilson skoraði 32 stig og tók tuttugu fráköst þegar Las Vegas Aces sigraði Connecticut Sun, 94-86, í WNBA-deildinni í körfubolta í gær. Körfubolti 11. ágúst 2025 16:30
Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu. Körfubolti 11. ágúst 2025 14:16
Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Liðin sem leika á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik sem hefst í lok mánaðar eru á fullu í undirbúningi sínum. Þýskaland lagði Slóvena öðru sinni um helgina og Ísraelar lögðu Grikki af velli. Körfubolti 10. ágúst 2025 22:45
Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Jeremy Sochan leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket sem hefst 27. ágúst næstkomandi. Pólland eru gestgjafar Íslendinga þar á meðal og er þetta högg fyrir liðið. Körfubolti 10. ágúst 2025 20:32