Bogmaðurinn vistaður á heilbrigðisstofnun Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 08:37 Íbúar í Kongsberg hafa lagt blóm og kerti í miðborginni til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Vísir/EPA Ákvörðun var tekin í gær um að vista karlmann sem varð fimm manns að bana í Kongsberg í Noregi á heilbrigðisstofnun. Lögregla krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ann Irén Svane Mathiassen, lögfræðingur lögreglunnar, segir norska ríkisútvarpinu að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að maðurinn var skoðaður. Vistun hans á heilbrigðisstofnun hafi engin áhrif á gæsluvarðhaldskröfu sem tekin var fyrir klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. „Þetta hefur aðeins þýðingu fyrir hvar hann verður vistaður á meðan hann er í haldi,“ segir hún. Esper Andersen Bråthen, 37 ára gamall Dani sem var búsettur í Kongsberg, hefur játað að hafa myrt fimm manns á miðvikudagskvöld. Hann skaut meðal annars fólk með boga og örvum í verslun en braust einnig inn í íbúð og framdi morð þar. Lögreglan krefst fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir Bråthen og að hann verði látinn sæta bréfa- og heimsóknarbanni. Hann verði í einangrun og fjölmiðlabanni fyrstu tvær vikurnar. Ekkert bendir til þess að Bråthen hafi skipulagt árásina fyrir fram, að sögn lögreglu. Ekkert hafi heldur komið fram sem bendi til þess að eitthvað hafi gerst í versluninni sem hratt atburðarásinni af stað. Virtist ekki vita mikið um trúna þegar hann heimsótti moskuna Komið hefur fram að Bråthen snerist til íslamstrúar og höfðu lögreglu borist ábendingar um að hann hefði hneigst að öfgahyggju. Hann var með nokkra dóma á bakinu og var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart tveimur nánum ættingjum eftir að hann hótaði öðrum þeirra lífláti í fyrra. Oussama Tlili, stjórnarformaður Íslamsks menningarseturs í Kongsberg, segir að Bråthen hafi heimsótt mosku í borginni nokkrum sinnum fyrir fjórum til fimm árum. Hann hafi ekki komið til að biðja og ekki virst vita mikið um trúna. „Hann vildi greina frá einhvers konar opinberun sem hann hafði fengið og vildi að ég hjálpaði honum að koma henni á framfæri. Ég útskýrði fyrir honum að ég gæti ekki hjálpað honum með það,“ segir Tlili við NRK. Bråthen hafi ekki verið ógnandi og ekki virst öfgasinnaður. Tlili segir að sér hafi virst að hann þyrfti mögulega á hjálp að halda. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita af honum en á endanum taldi hann sig ekki hafa neitt í höndunum til þess.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. 14. október 2021 23:31