Jarðskjálftinn varð á 10 kílómetra dýpi í um 62 kílómetra fjarlægð norðaustur af Singaraja, hafnarbæ á Balí. Kröftugur eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið en hann var 4.3 á stærð.
Jarðskjálftinn kom af stað aurskriðum og urðu tveir undir í skriðunum. Þriggja ára stúlka lést er hún varð undir rústum í bænum Karangasem. Al-Jazeera segir frá.