Tilkynnti um fjögurra vikna útgöngubann og bað bólusetta afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 10:53 Krisjanis Karins er forsætisráðherra Lettlands. Hann ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið. Getty Forsætisráðherra Lettlands tilkynnti á mánudag um fjögurra vikna útgöngubann vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu síðustu daga. Á sama tíma bað hann bólusetta landsmenn afsökunar á að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en bólusetningarhlutfall í Lettlandi er eitt það lægsta í ríkjum ESB. Forsætisráðherrann Krisjanis Karins sagði á fréttamannafundi að heilbrigðiskerfi landsins væri undir svo miklu álagi vegna faraldursins að stjórnvöld telji nauðsynlegt að grípa aftur til harðra aðgerða. Eina leiðin út úr stöðunni væri að koma á útgöngubanni og að bólusetja landsmenn í auknum mæli. Karins ávarpaði þjóð sína eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Einungis 54 prósent fullorðinna í Lettlandi eru nú fullbólusettir og er hlutfallið umtalsvert lægra en meðalhlutfallið hjá ríkjum ESB, það er um 74 prósent. Karins nýtti tækifærið og bað bólusetta í landinu afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar hertu aðgerðir. „Ég verð að biðja alla bólusetta afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar byrðar. Og ég veit að það er erfitt. En þetta verður að vera svona, þar sem aðrar manneskjur er ekki bólusettar. Og ef við berum ekki þessar byrðar þá munum við öll líða fyrir,“ sagði Karins. Samkvæmt nýju reglunum verður skólum, veitingastöðum, verslunum og menningarstofnunum gert að loka. Einungis matvöruverslunum og apótekum verður heimilt að hafa opið. Þá verður útgöngubanni framfylgt milli átta á kvöldin og til fimm á morgnana. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1.313,8 í landinu, samanborið við 186,0 hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Forsætisráðherrann Krisjanis Karins sagði á fréttamannafundi að heilbrigðiskerfi landsins væri undir svo miklu álagi vegna faraldursins að stjórnvöld telji nauðsynlegt að grípa aftur til harðra aðgerða. Eina leiðin út úr stöðunni væri að koma á útgöngubanni og að bólusetja landsmenn í auknum mæli. Karins ávarpaði þjóð sína eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Einungis 54 prósent fullorðinna í Lettlandi eru nú fullbólusettir og er hlutfallið umtalsvert lægra en meðalhlutfallið hjá ríkjum ESB, það er um 74 prósent. Karins nýtti tækifærið og bað bólusetta í landinu afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar hertu aðgerðir. „Ég verð að biðja alla bólusetta afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar byrðar. Og ég veit að það er erfitt. En þetta verður að vera svona, þar sem aðrar manneskjur er ekki bólusettar. Og ef við berum ekki þessar byrðar þá munum við öll líða fyrir,“ sagði Karins. Samkvæmt nýju reglunum verður skólum, veitingastöðum, verslunum og menningarstofnunum gert að loka. Einungis matvöruverslunum og apótekum verður heimilt að hafa opið. Þá verður útgöngubanni framfylgt milli átta á kvöldin og til fimm á morgnana. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1.313,8 í landinu, samanborið við 186,0 hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira