Lúxemborg fyrst í Evrópu til að leyfa ræktun og neyslu kannabisefna Þorgils Jónsson skrifar 22. október 2021 11:37 Lúxemborg hefur nú leyft ræktun og neyslu kannabisefna, með takmörkunum þó, og er þar með fyrsta Evrópuríkið til að feta þá braut. Íbúar í Lúxemborg mega eiga allt að fjórum kannabisplöntum til eigin nota samkvæmt nýjum lögum sem tilkynnt var um í dag og Guardian segir frá. Með þessu er Lúxemborg fyrsta Evrópulandið til að heimila ræktun og neyslu kannabisefna, en ástæðan baki þessari breytingu er sögð að bönn hafi hingað til ekki haft nein áhrif til þess að draga úr neyslu. Lögin voru í raun samþykkt fyrir um tveimur árum síðan en eru nú fyrst að koma til framkvæmda. Þá verður löglegt að kaupa og selja fræ kannabisplöntunnar, en sala á efnunum sjálfum og neysla á almannafæri verður áfram bönnuð enn sem komið er. Þó verður einnig slakað á lögum og varsla og notkun neysluskammta upp að þremur grömmum er afglæpavædd, það er flokkuð sem minniháttar afbrot. Umræddar reglur eru fyrsta skrefið í frekari tilslökunum sem stefna að því að undirbyggja löglegan markað með ræktun og sölu á kannabisefnum. Er stefnt að því að tekjur ríkisins af löglegri framleiðslu og sölu efnanna verði nýttar til forvarna og meðferðar vegna fíkniefna í víðara samhengi. Lúxemborg er þar með komið í hóp með Kanada, Úrúgvæ og 11 ríkjum í Bandaríkjunum í hópi ríkja sem hafa leyft kannabisneyslu. Holland er jafnan talið til frjálslyndari ríkja í Evrópu í þessum málum, en í raun er neysla, varsla og sala kannabisefna ólögleg þar í landi, en þar ríkir samkomulag um að ekki sé aðhafst í málum innan ákveðinna marka. Lúxemborg Kannabis Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Með þessu er Lúxemborg fyrsta Evrópulandið til að heimila ræktun og neyslu kannabisefna, en ástæðan baki þessari breytingu er sögð að bönn hafi hingað til ekki haft nein áhrif til þess að draga úr neyslu. Lögin voru í raun samþykkt fyrir um tveimur árum síðan en eru nú fyrst að koma til framkvæmda. Þá verður löglegt að kaupa og selja fræ kannabisplöntunnar, en sala á efnunum sjálfum og neysla á almannafæri verður áfram bönnuð enn sem komið er. Þó verður einnig slakað á lögum og varsla og notkun neysluskammta upp að þremur grömmum er afglæpavædd, það er flokkuð sem minniháttar afbrot. Umræddar reglur eru fyrsta skrefið í frekari tilslökunum sem stefna að því að undirbyggja löglegan markað með ræktun og sölu á kannabisefnum. Er stefnt að því að tekjur ríkisins af löglegri framleiðslu og sölu efnanna verði nýttar til forvarna og meðferðar vegna fíkniefna í víðara samhengi. Lúxemborg er þar með komið í hóp með Kanada, Úrúgvæ og 11 ríkjum í Bandaríkjunum í hópi ríkja sem hafa leyft kannabisneyslu. Holland er jafnan talið til frjálslyndari ríkja í Evrópu í þessum málum, en í raun er neysla, varsla og sala kannabisefna ólögleg þar í landi, en þar ríkir samkomulag um að ekki sé aðhafst í málum innan ákveðinna marka.
Lúxemborg Kannabis Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira