Sjálfsskaði í boði trúarofstækis Heiðar Guðjónsson skrifar 22. október 2021 12:32 Ég skildi aldrei hugtakið erfðasynd þegar það kom mér fyrst fyrir sjónir í kristinfræði í grunnskóla. Hvernig átti fólk að fæðast í synd vegna þess að einhver í fyrndinni, sem enginn gat fært sönnur á að hefði verið til, tók epli af tré og beit í það? Það eimir samt eftir af þessum sérkennilega hugsunarhætti í dag. Mannkynið hefur aldrei í sögunni haft það betra. Margir virðast ekki átta sig á uppruna velsældarinnar og það virðist koma fram í því að fólk er sakbitið yfir eigin velmegun. Það trúir því að hagur okkur sé hörmung einhvers annars. Ég hef áður skrifað greinar sem heita „Dómsdagur og Marxismi“ um þessa villutrú. Vinstrimenn virðast uppfullir af heift út í kapítalisma, kerfi sem hefur fært fleiri úr örbirgð í álnir en nokkurt annað skipulag sem reynt hefur verið. Í dag brýst þetta meðal annars út í vanhugsuðum aðgerðum til að breyta öllu orkuskipulagi heimsins í einni svipan. Steinöldin leið ekki undir lok því við vorum búin með steina, sagði fyrrverandi ráðherra olíumála í Saudi Arabíu. Með sama hætti mun olíuöldin, sem fært hefur fólki mestan lífskjarabata í sögu mannkyns, enda með frekari tækniframförum. Thomas Malthus var hagfræðingur sem sagði að um aldamótin 1800 að nú væri mannkyninu öllu lokið, þegar fjöldi fólks fór fyrst yfir 1 milljarð. Það var öðru nær. Villa Malthusar, sem síðan er oft vitnað til, gengur út á að tækniframfarir séu ekki til staðar og því þurfi alltaf að ganga harðar að auðlindum til að auka framleiðslugetu hagkerfsins. Hagsagan hefur rækilega afsannað þessa hugmynd enda hafa framfarir stöðugt sýnt að hægt er að gera meira fyrir minna. Vinstrimenn í dag trúa því að eina leiðin til að minnka ágang í auðlindir er með því að hægja á hagkerfinu. Það sé bara tvennt í stöðunni: að gera „minna fyrir minna“ eða „meira fyrir meira“. Uppnám á orkumarkaði um allan heim sem við horfum nú fram á er dæmi um afleiðingu þessa. ESB hefur gengið hvað harðast fram í að skipta með hraði yfir í vind- og sólarorku. Þar yfirsést ráðamönnum að slík skipti taka áratugi í framkvæmd ef umskiptin eiga ekki að valda algjöru uppnámi. Slökkt hefur verið með hraði á kjarnorkuverum og kola- og gasorkuverum sem bjuggu til grunnorku kerfisins en í stað var stólað á óstöðuga orkugjafa einsog vind og sól. Afleiðingin er sú að þegar ekki nýtur sólar eða vinds þurfa lönd ESB í síauknum mæli að flytja inn orku frá svæðum sem hafa mun meira mengandi áhrif á umhverfið. Við sjáum með berum augum afleiðingarnar í gríðarlegri hækkun orkuverðs og orkuskömmtunum sem munu koma fram víða í Evrópu. Ef veturinn verður kaldur verður ástandið óboðlegt. Það er hins vegar ekki veðrinu um að kenna heldur kreddum stjórnmála og embættismanna. Tækniframfarir sem núna hafa verið kynntar, í kringum betri nýtingu rafmagns, hagkvæmari framleiðslu og nýja orkugjafa, svo sem kaldan samruna sem kynntur var í september í verkefnum hjá rannsóknarstofum MIT gefa fyrirheit um að lausnirnar séu á næsta leiti. Lausnir sem minnka vægi kolefna í orkuframleiðslu. Nýjasta útspil ESB í orkumálum er vanhugsuð Norðurslóðastefna sem kynnt var í síðustu viku á Hringborði Norðurslóða í Hörpu. Þar er mælst til þess að allar orkuauðlindir sem enn eru í jörðu verði látnar óhreyfðar. Ekki nóg með að hætt verði við frekari leit eftir olíu og gasi heldur mun kaupum frá núverandi framleiðslu hætt. Þarna er alveg horft fram hjá því að ekkert svæði í heiminum hefur jafn góða sögu að segja um ábyrga nýtingu auðlinda síðustu árhundruð og góða umgengni við náttúruna og Norðurslóðir. Ákvörðun ESB ýtir í raun framleiðslunni bara til verri staða, eins og gerðist í kringum sólar og vindorkutilburði sambandsins. Þeim finnst eðlilegra að halda uppbyggingu áfram í Afríku og Asíu þar sem mengun vegna vinnslunnar er margföld, spillingin alltumlykjandi, og eftirköstin eftir því. Það er ekkert vit í þessu. Í nafni trúarofstækis munu margir stökkva á vagninn og fagna þessari stefnu í einfeldni sinni. Stefnu sem nánast slekkur á Alaska, stórum hluta Kanada og Noregs ásamt Síberíu. Þar hefur flest fólk ekki sama aðgang að innviðum, efnahagslegum og félagslegum, og fólkið í borgum Evrópu, en á samt að hætta lífi sínu fyrir trúarofstæki ESB. Ég vona innilega að Ísland mótmæli kröftuglega og fjalli á hreinskiptinn hátt um það efnahagslega harakiri sem ESB boðar. Norðurslóðastefna ESB er engum til góðs. Ekki einu sinni ESB. Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Orkumál Norðurslóðir Heiðar Guðjónsson Bensín og olía Evrópusambandið Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ég skildi aldrei hugtakið erfðasynd þegar það kom mér fyrst fyrir sjónir í kristinfræði í grunnskóla. Hvernig átti fólk að fæðast í synd vegna þess að einhver í fyrndinni, sem enginn gat fært sönnur á að hefði verið til, tók epli af tré og beit í það? Það eimir samt eftir af þessum sérkennilega hugsunarhætti í dag. Mannkynið hefur aldrei í sögunni haft það betra. Margir virðast ekki átta sig á uppruna velsældarinnar og það virðist koma fram í því að fólk er sakbitið yfir eigin velmegun. Það trúir því að hagur okkur sé hörmung einhvers annars. Ég hef áður skrifað greinar sem heita „Dómsdagur og Marxismi“ um þessa villutrú. Vinstrimenn virðast uppfullir af heift út í kapítalisma, kerfi sem hefur fært fleiri úr örbirgð í álnir en nokkurt annað skipulag sem reynt hefur verið. Í dag brýst þetta meðal annars út í vanhugsuðum aðgerðum til að breyta öllu orkuskipulagi heimsins í einni svipan. Steinöldin leið ekki undir lok því við vorum búin með steina, sagði fyrrverandi ráðherra olíumála í Saudi Arabíu. Með sama hætti mun olíuöldin, sem fært hefur fólki mestan lífskjarabata í sögu mannkyns, enda með frekari tækniframförum. Thomas Malthus var hagfræðingur sem sagði að um aldamótin 1800 að nú væri mannkyninu öllu lokið, þegar fjöldi fólks fór fyrst yfir 1 milljarð. Það var öðru nær. Villa Malthusar, sem síðan er oft vitnað til, gengur út á að tækniframfarir séu ekki til staðar og því þurfi alltaf að ganga harðar að auðlindum til að auka framleiðslugetu hagkerfsins. Hagsagan hefur rækilega afsannað þessa hugmynd enda hafa framfarir stöðugt sýnt að hægt er að gera meira fyrir minna. Vinstrimenn í dag trúa því að eina leiðin til að minnka ágang í auðlindir er með því að hægja á hagkerfinu. Það sé bara tvennt í stöðunni: að gera „minna fyrir minna“ eða „meira fyrir meira“. Uppnám á orkumarkaði um allan heim sem við horfum nú fram á er dæmi um afleiðingu þessa. ESB hefur gengið hvað harðast fram í að skipta með hraði yfir í vind- og sólarorku. Þar yfirsést ráðamönnum að slík skipti taka áratugi í framkvæmd ef umskiptin eiga ekki að valda algjöru uppnámi. Slökkt hefur verið með hraði á kjarnorkuverum og kola- og gasorkuverum sem bjuggu til grunnorku kerfisins en í stað var stólað á óstöðuga orkugjafa einsog vind og sól. Afleiðingin er sú að þegar ekki nýtur sólar eða vinds þurfa lönd ESB í síauknum mæli að flytja inn orku frá svæðum sem hafa mun meira mengandi áhrif á umhverfið. Við sjáum með berum augum afleiðingarnar í gríðarlegri hækkun orkuverðs og orkuskömmtunum sem munu koma fram víða í Evrópu. Ef veturinn verður kaldur verður ástandið óboðlegt. Það er hins vegar ekki veðrinu um að kenna heldur kreddum stjórnmála og embættismanna. Tækniframfarir sem núna hafa verið kynntar, í kringum betri nýtingu rafmagns, hagkvæmari framleiðslu og nýja orkugjafa, svo sem kaldan samruna sem kynntur var í september í verkefnum hjá rannsóknarstofum MIT gefa fyrirheit um að lausnirnar séu á næsta leiti. Lausnir sem minnka vægi kolefna í orkuframleiðslu. Nýjasta útspil ESB í orkumálum er vanhugsuð Norðurslóðastefna sem kynnt var í síðustu viku á Hringborði Norðurslóða í Hörpu. Þar er mælst til þess að allar orkuauðlindir sem enn eru í jörðu verði látnar óhreyfðar. Ekki nóg með að hætt verði við frekari leit eftir olíu og gasi heldur mun kaupum frá núverandi framleiðslu hætt. Þarna er alveg horft fram hjá því að ekkert svæði í heiminum hefur jafn góða sögu að segja um ábyrga nýtingu auðlinda síðustu árhundruð og góða umgengni við náttúruna og Norðurslóðir. Ákvörðun ESB ýtir í raun framleiðslunni bara til verri staða, eins og gerðist í kringum sólar og vindorkutilburði sambandsins. Þeim finnst eðlilegra að halda uppbyggingu áfram í Afríku og Asíu þar sem mengun vegna vinnslunnar er margföld, spillingin alltumlykjandi, og eftirköstin eftir því. Það er ekkert vit í þessu. Í nafni trúarofstækis munu margir stökkva á vagninn og fagna þessari stefnu í einfeldni sinni. Stefnu sem nánast slekkur á Alaska, stórum hluta Kanada og Noregs ásamt Síberíu. Þar hefur flest fólk ekki sama aðgang að innviðum, efnahagslegum og félagslegum, og fólkið í borgum Evrópu, en á samt að hætta lífi sínu fyrir trúarofstæki ESB. Ég vona innilega að Ísland mótmæli kröftuglega og fjalli á hreinskiptinn hátt um það efnahagslega harakiri sem ESB boðar. Norðurslóðastefna ESB er engum til góðs. Ekki einu sinni ESB. Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun