Mikil ostborgaravonbrigði í spænskri lýsingu á sigri Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 14:30 Benedikt Guðmundsson fer yfir málin í leikhléi Njarðvíkinga en Roc Massaguer og félagi hans fylgjast spenntir með frá Spáni. twitch.tv/outconsumer Leikur Njarðvíkur og Vals á föstudaginn var í spænskri lýsingu á Twitch-rás þar sem lýsendurnir fylgust afar spenntir með því hvort að Njarðvíkingar næðu að tryggja stuðningsmönnum sínum frían hamborgara. Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan: Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan:
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum