Benedikt valdi þrjá nýliða í kvennalandsliðið fyrir nóvemberleikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 14:46 Anna Ingunn Svansdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega og er einn af nýliðunum í íslenska landsliðinu að þessu sinni. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið liðið sitt fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni Evrópukeppni kvenna en keppnin fer af stað í nóvember. Benedikt valdi þrjá nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru Keflvíkingurinn Anna Ingunn Svansdóttir, Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og Haukakonan Elísabeth Ýr Ægisdóttir. Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, og Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik, eru báðar meiddar og geta ekki leikið. Þá hefur Guðbjörg Sverrisdóttir einnig verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er að hefja leik að nýju. Systir hennar Helena Sverrisdóttir meiddist líka í gær og það er því óvissa með hennar þátttöku í þessu verkefni. Sigrún Björg Ólafsdóttir, sem leikur í háskóla í USA, var valin í hópinn, en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna með skólanum úti. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur tekið að sér aðstoðarþjálfarahlutverk í liðinu, og verður ásamt Halldóri Karli Þórsyni, í aðstoðarþjálfarateymi landsliðsins. Danielle Rodriguez sem hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins flutti í vor til Bandaríkjana en hún tók að sér aðstoðarþjálfarastöðu í San Diego State háskólanum í Kaliforníu. Leikið verður í núna í fyrsta landsliðsglugganum í undankeppninni núna í nóvember. Næstu gluggar verða svo í nóvember 2022 og febrúar 2023 en mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Leikið er heima og að heiman og fer efsta liðið beint á EM2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu). Núna í nóvember á Ísland sína fyrstu tvo leiki, fyrst verður leikið á útivelli gegn Rúmeníu þann 11. nóvember í Búkarest, og svo hér heima gegn Ungverjalandi. Heimaleikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00. Íslenska kvennlandsliðið fyir leiki í nóvember 2021: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2 landsleikir) Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8) Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði) Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði) Hallveig Jónsdóttir · Valur (25) Helena Sverrisdóttir · Haukar (77) Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6) Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21) - Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Benedikt valdi þrjá nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru Keflvíkingurinn Anna Ingunn Svansdóttir, Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og Haukakonan Elísabeth Ýr Ægisdóttir. Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, og Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðablik, eru báðar meiddar og geta ekki leikið. Þá hefur Guðbjörg Sverrisdóttir einnig verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er að hefja leik að nýju. Systir hennar Helena Sverrisdóttir meiddist líka í gær og það er því óvissa með hennar þátttöku í þessu verkefni. Sigrún Björg Ólafsdóttir, sem leikur í háskóla í USA, var valin í hópinn, en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna með skólanum úti. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur tekið að sér aðstoðarþjálfarahlutverk í liðinu, og verður ásamt Halldóri Karli Þórsyni, í aðstoðarþjálfarateymi landsliðsins. Danielle Rodriguez sem hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins flutti í vor til Bandaríkjana en hún tók að sér aðstoðarþjálfarastöðu í San Diego State háskólanum í Kaliforníu. Leikið verður í núna í fyrsta landsliðsglugganum í undankeppninni núna í nóvember. Næstu gluggar verða svo í nóvember 2022 og febrúar 2023 en mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Leikið er heima og að heiman og fer efsta liðið beint á EM2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu). Núna í nóvember á Ísland sína fyrstu tvo leiki, fyrst verður leikið á útivelli gegn Rúmeníu þann 11. nóvember í Búkarest, og svo hér heima gegn Ungverjalandi. Heimaleikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00. Íslenska kvennlandsliðið fyir leiki í nóvember 2021: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2 landsleikir) Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8) Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði) Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði) Hallveig Jónsdóttir · Valur (25) Helena Sverrisdóttir · Haukar (77) Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6) Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21) - Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Íslenska kvennlandsliðið fyir leiki í nóvember 2021: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2 landsleikir) Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8) Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði) Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði) Hallveig Jónsdóttir · Valur (25) Helena Sverrisdóttir · Haukar (77) Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6) Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21) - Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson.
Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira