Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2021 08:41 Íslendingar kannast margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda hér á landi í upphafi tíunda áratugarins. Ísmús Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“ Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Egill Ólafsson, söngvari og vinur Ríkarðs Arnar til margra áratuga, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni. Ríkarður fæddist á Íslandi árið 1946 en ólst upp í Danmörku. Hann sneri aftur til Íslands árið 1960 þar sem hann stundaði tónlistarnám. Hann stundaði svo tónvísindanám við Háskólann í Indiana í Bandaríkjunum. Á ferli sínum samdi Ríkarður Örn meðal annars tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og starfaði hann einnig um árabil sem tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. Íslendingar kannast líka margir við Ríkarð Örn úr samnorrænu þáttunum Kontrapunkti sem nutu mikilla vinsælda árunum 1964 til 1980 og svo aftur frá 1985 til 1998 þar sem Norðurlönd sendu hvert um sig lið til leiks og kepptu í hlusta á og þekkja klassíska tónlist. Ríkarður Örn keppti fyrir Íslands hönd á árunum 1990 til 1994 ásamt þeim Gylfa Baldurssyni og Valdimari Pálssyni. Á Facebook-síðu sinni minnist Egill Ólafsson félaga síns og ræðir hans meðal annars „margslungnu kímnigáfu“ Ríkarðs: „Fyrir nú utan hans sérstæðu og oft á tíðum margslungnu kímnigáfu - hafði Ríkarður aðrar gáfur sem í fyrstu voru flestum e.t.v. ekki ljósar, en urðu fáeinum vinum hans að skínandi bjartri hugljóman. Og þessi hugljóman var oftar en ekki sett í orð þá síðustu sólarhringa sem við vöktum við beðinn á meðan ljós þessa vinar bærðist og þar til hann kvaddi,“ segir Egill. Fjölmiðlamaðurinn Vernharður Linnet minnist sömuleiðis vinar síns. „Góð stund með Rikka var gulli betri og íslenskan hans tær og falleg, þó stundum væri hún skreytt í anda barokksins, en traust og voldug einsog tónlist hans uppáhaldatónskálds, Jóhanns Sebastíans.“
Menning Tónlist Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira