L’Equipe segir að gamli Liverpool maðurinn sé að upplifa klíkuskap og erfiða tíma hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 16:31 Georginio Wijnaldum byrjar alla leiki þessa dagana á bekknum hjá Paris Saint-Germain. Getty/ANP Sport Georginio Wijnaldum vildi ekki framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf félagið í sumar og samdi við Paris Saint Germain. Tími hans í París hefur síðan verið langt frá því að vera dans á rósum. Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum. Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum.
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira