L’Equipe segir að gamli Liverpool maðurinn sé að upplifa klíkuskap og erfiða tíma hjá PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2021 16:31 Georginio Wijnaldum byrjar alla leiki þessa dagana á bekknum hjá Paris Saint-Germain. Getty/ANP Sport Georginio Wijnaldum vildi ekki framlengja samning sinn við Liverpool og yfirgaf félagið í sumar og samdi við Paris Saint Germain. Tími hans í París hefur síðan verið langt frá því að vera dans á rósum. Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum. Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Wijnaldum fór á frjálsri sölu frá Liverpool og valdi á endanum PSG yfir Barcelona. PSG samdi líka við þá Lionel Messi, Sergio Ramos, Achraf Hakimi, Danilo of Gianluigi Donnarumma í sumar og úr varð lið uppfullt af stórstjörnum. Wijnaldum var fastamaður hjá Liverpool og spilaði nánast alla alvöru leiki liðsins. Hann hefur aftur á móti fengið fáar mínútur hjá PSG að undanförnu. Wijnaldum var síðast í byrjunarliðinu í deildarleik á móti Metz 22. september og hefur komið varamaður undir lokin í síðustu sex leikjum. PSG hefur unnið 9 af 11 deildarleikjum og er á toppi síns riðils í Meistaradeildinni og þarf ekki mikið á Hollendingum að halda eins og er. Liverpool glímir á sama tíma við meiðslavandræði meðal miðjumanna sinna því þeir Thiago, Fabinho, James Milner, Curtis Jones og Naby Keita hafa allir verið að meiðast á síðustu vikum. Það væri því pláss fyrir hann á miðju Liverpool. L’Equipe slær því upp að Wijnaldum sjái líklega eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og komið til Parísar. Þeir halda því líka fram að suður-amerísku leikmenn liðsins hafa ekki tekið Wijnaldum vel og aðalástæðan sé að hann sé að keppa um stöðu við vin þeirra Leandro Paredes. Messi er frá Argentínu eins og Paredes og Neymar er frá Brasilíu. Hjá liðinu eru líka Argentínumennirnir Mauro Icardi og Angel di Maria sem og Brasilíumennirnir Marquinhos og Rafinha. Paris Saint-Germain's South American players are showing a 'lack of support' to their teammate, as he provides competition to a close friend https://t.co/d7Nltewwb9— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2021 „Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægður af því að þetta er ekki staðan sem ég vildi,“ sagði Georginio Wijnaldum í viðtali við hollenska miðilinn NOS. „Svona er bara fótboltinn og ég verða að læra að takast á við það. Ég er baráttumaður og ég verð að vera jákvæður og leggja mig fram við að snáa þessu við,“ sagði Wijnaldum. „Ég hef spilað mikið undanfarin ár, var alltaf heill og stóð mig líka vel. Þetta er eitthvað annað og ég þarf að venjast því. Ég var mjög spenntur fyrir því að taka þetta skref og þetta hefur því verið erfitt,“ viðurkenndi Wijnaldum.
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira