Helgi Már: Einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir 29. október 2021 22:33 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR fékk Njarðvík í heimsókn að Meistraravellum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkur-liðið fór vel af stað en fljótlega tók KR yfirhöndina í leiknum, héldu forystunni til loka og lauk leiknum með 91-75 sigri KR. Hjalti Már Magnússon, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn. „Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
„Auðvitað bara ótrúlega sáttir. Njarðvík ótrúlega gott lið og búnir að spila mjög vel en eru að glíma við meiðsli. Missa Loga og eiga Hauk inni og allt það. Ég er mjög ánægður með þennan sigur og bara vonandi eitthvað til að byggja á,“ sagði Helgi Már í leikslok. KR komst yfir í lok 1. leikhluta, tóku gott forskot fyrir hálfleik með 17-0 kafla og náðu að halda forystunni út leikinn. Helgi segir úrslitin ekki gefa rétt af mynd af gangi leiksins heilt yfir. „Mario (leikmaður Njarðvíkur) hitti þarna þremur þristum í 2. leikhluta sem svona mér fannst þeir vera að ströggla og þetta gaf þeim líflínu. Þetta var bara hörku leikur og 16 stig gefa ekkert rétta mynd af gangi leiksins en ég er bara mjög ánægður að hafa náð að landa þessu,“ sagði Helgi. KR kom inn í þennan leik eftir tvo tapleiki í röð og Helgi talar um að æfingavikan hafi verið erfið en liðið mætti vel stemmt inn í leikinn í kvöld. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá var síðasta æfingavika bara alveg ótrúlega þung. Menn voru frústeraðir og báru þessi töp, sérstaklega á móti Grindavík, svona með sér aðeins lengur en ég hafði vonað. Þess vegna var einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir og sérstaklega varnarlega. Mér fannst við fylgja bara einhvernveginn scouting hvernig við ætluðum að dekka menn nánast allan leikinn, vorum mjög fókuseraðir og þeir sem komu inná voru grimmir. Ég er sáttur en maður má ekki fara of hátt í þessu dæmi,“ sagði Helgi um vikuna fyrir leikinn. KR hafa unnið tvo og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar en það er langt eftir af mótinu segir Helgi. „Það er nóg eftir, það er bikarleikur á móti Keflavík á mánudaginn þannig við erum bara að fara þangað um leið og þetta viðtal er búið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Leik lokið: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum KR-ingar unnu í kvöld virkilega sterkan 16 stiga sigur gegn Njarðvíkingum í Subway-deild karla, 91-75. 29. október 2021 22:05