Leikurinn var á milli Huracan Las Heras og Ferro General Pico, á heimavelli Huracan. Eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þutu allir af vellinum eftir að skotum var hleypt af á meðal „stuðningsmanna“ Huracan Las Heras.
Mauricio Romero, þjálfari gestanna, varð fyrir skoti en byssukúlan fór í öxl hans.
The moment the players and officials flee the pitch after gunshots are firedhttps://t.co/6QxLP7TGMn
— GOLAZO (@golazoargentino) November 1, 2021
„Romero líður vel miðað við aðstæður og er úr lífshættu,“ sagði í yfirlýsingu frá Huracan Las Heras. Félagið harmaði hegðun stuðningsmanna sinna og skrifaði á Facebook:
„Árum saman hafa fjölskyldur verið hraktar frá áhorfendapöllunum, sem er hrikalegt. Þeir sem að eyðileggja fyrir félaginu verða að halda sig heima svo að sannir stuðningsmenn geti snúið aftur.“
Staðan í leiknum var 3-1 þegar Romero var skotinn en leiknum var að sjálfsögðu ekki haldið áfram. Ferro General Pico er í 9. sæti og Huracan Las Heras í 13. sæti, í argentínsku 3. deildinni.