Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Fjórir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið kærðir vegna meðferðar barns við skólann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44