Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Fjórir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið kærðir vegna meðferðar barns við skólann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44