Heilbrigðiskerfið – stjórnun og skipulag Reynir Arngrímsson skrifar 2. nóvember 2021 13:31 Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun