Björt framtíðarsýn fyrir Ísland Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Byggðamál Vinstri græn Alþingi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun