Lyon tryggði sér sigur í A-riðli | Napoli sigraði toppslaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 20:04 Lyon tryggði sér í kvöld sigur í A-riðli Evrópudeildarinnar. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images Af þeim 16 leikjum sem fara fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er nú átta þeirra lokið. Lyon tryggði sér sigur í A-riðli með 3-0 sigri gegn Sparta Prague og Napoli vann 4-1 útisigur gegn Legia Varsjá í toppslag C-riðils svo eitthvað sé nefnt. Það tók Lyon rétt rúman klukkutíma að brjóta ísinn er liðið tók á móti Sparta Prague. Á 61. mínútu kom Islam Slimani heimamönnum í 1-0, og tveimur mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna. Það var svo varamaðurinn Karl Toko Ekambi sem tryggði heimamönnum öruggan 3-0 sigur með marki í uppbótartíma. Lyon er nú með 12 stig í efsta sæti A-riðils, átta stigum meira en næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir, og eru því öruggir með sigur í riðlinum. 👌 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐄𝐂𝐓!🦁Great performance sees us maintain our perfect @EuropaLeague league start and confirm first place!#OLSPA 3-0 pic.twitter.com/70vnxoXipt— Olympique Lyonnais 🇬🇧🇺🇸 (@OL_English) November 4, 2021 Mahir Emreli kom heimamönnum í Legia Varsjá í forystu strax á tíundu mínútu er liðið tók á móti Napoli í C-riðli, og staðan var 1-0 í hálfleik. Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir gestina af vítapunktinum á 51. mínútu, áður en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 á 75. mínútu. Hirving Lozano breytti stöðunni í 3-1 fjórum mínútum síðar, og Adam Ounas gulltryggði 4-1 sigur gestanna á lokamínútu leiksins. Napoli lyftir sér í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liði hefur nú sjö stig, einu stigi meira en Legia frá Varsjá. ⏱ 90+5 | FULL TIME! 💪#LegiaNapoli 1-4#UEL 💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/HgcOyVE7WB— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) November 4, 2021 Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Það tók Lyon rétt rúman klukkutíma að brjóta ísinn er liðið tók á móti Sparta Prague. Á 61. mínútu kom Islam Slimani heimamönnum í 1-0, og tveimur mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna. Það var svo varamaðurinn Karl Toko Ekambi sem tryggði heimamönnum öruggan 3-0 sigur með marki í uppbótartíma. Lyon er nú með 12 stig í efsta sæti A-riðils, átta stigum meira en næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir, og eru því öruggir með sigur í riðlinum. 👌 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐄𝐂𝐓!🦁Great performance sees us maintain our perfect @EuropaLeague league start and confirm first place!#OLSPA 3-0 pic.twitter.com/70vnxoXipt— Olympique Lyonnais 🇬🇧🇺🇸 (@OL_English) November 4, 2021 Mahir Emreli kom heimamönnum í Legia Varsjá í forystu strax á tíundu mínútu er liðið tók á móti Napoli í C-riðli, og staðan var 1-0 í hálfleik. Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir gestina af vítapunktinum á 51. mínútu, áður en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 á 75. mínútu. Hirving Lozano breytti stöðunni í 3-1 fjórum mínútum síðar, og Adam Ounas gulltryggði 4-1 sigur gestanna á lokamínútu leiksins. Napoli lyftir sér í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liði hefur nú sjö stig, einu stigi meira en Legia frá Varsjá. ⏱ 90+5 | FULL TIME! 💪#LegiaNapoli 1-4#UEL 💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/HgcOyVE7WB— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) November 4, 2021 Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham
Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira