Ísak Máni Wium: Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 4. nóvember 2021 20:19 Ísak Máni Wium var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo Ísak Máni, afleysingaþjálfari ÍR, var sáttur með fyrsta sigurinn í leikslok. „Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira