„Kolefnisþakið“ springur á ellefu árum Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 23:31 Maður hjólar fram hjá kolaorkuveri í Kína. Kol eru versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í heiminum en brennsla þeirra hefur aukist á þessu ári borið saman við 2019. Vísir/EPA Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda tekur það aðeins ellefu ár þar til uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum veldur meiri en 1,5°C hlýnun á jörðinni. Losun er nú komin nær alveg í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar árlegrar greiningar á svonefndu kolefnisþaki (e. carbon budget), því magni kolefnis sem þarf til að valda tiltekinni hlýnun, sem sjötíu stofnanir frá fimm heimsálfum tóku þátt í að vinna. Þegar framreikningar á kolefnisþakinu voru fyrst gerðir árið 2015 áætluðu vísindamenn að losun þyrfti að ná um 903 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum til þess að hlýnun jarðar næmi 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Það er metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins að halda hlýnun innan þeirra marka. Þá var talið að það jafngilti losun mannkynsins á um tuttugu árum. Síðan þá hafa menn aftur á móti spýtt í lófana og aukið losun sína. Á þeim sex árum frá því að greiningin var fyrst unnin hefur mannkynið þegar losað um helming þessa kvóta, að því er segir í frétt Washington Post. Ef fram fer sem horfir verður þetta kolefnisþak endanlega fokið út í veður og vind eftir ellefu ár. Ekki tæknilega útilokað að ná 1,5°C markmiðinu Losun dróst verulega saman í fyrra þegar fjöldi ríkja um allan heim greip til sóttvarnaaðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Verksmiðjum var lokað og vega- og flugsamgöngur lögðust að miklu leyti af þegar milljónir manna héldu sig að mestu heima fyrir um margra mánaða skeið. Á þessu ári hefur losunin stóraukist aftur. Bruni á kolum og jarðgasi er nú jafnvel meiri en árið 2019, áður en faraldurinn hófst. Ástæðan er fyrst og fremst efnahagsviðsnúningur í Kína sem framleiðir mest af raforku sinni með því að brenna kolum. Losun jókst einnig verulega á Indlandi sem er háð kolaorku. Í Bandaríkjunum og Evrópu er búist við að losun í lok þessa árs verði aðeins örlítið undir því sem var fyrir faraldurinn. Corinne Le Quéré, loftslagsvísindamaður við Háskólann í Austur-Anglíu á Englandi, segir að það sé enn tæknilega mögulegt að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þannig hafi losun dregist saman í 23 ríkjum með vaxandi hagkerfi fyrir faraldurinn, fyrst og fremst í vel stæðum Evrópuríkjum en einnig í Bandaríkjunum og Mexíkó. „Það er hægt að leika eftir þennan árangur. Það er engin ástæða fyrir því að það sé ekki hægt að hrinda því af stað, önnur en pólitískur vilji,“ segir Le Quéré. Hamfarir fylgdu þeirri hlýnun sem stefnir í Miðað við núverandi markmið ríkja heims um samdrátt í losun stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,7°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Við slíka hlýnun væri hætta á fjöldaútdauða dýrategunda, hruni í stóru ísbreiðum jarðarinnar, gríðarlegri hækkun sjávarstöðu auk þrúgandi áhrifa hitabylgja, þurrka, flóða og veðurhamfara víða um heim. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá því í ágúst kom fram að líklegt væri að hlýnun næði 1,5°C strax á næsta áratug, jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Bjartsýnustu sviðsmyndir sem var stillt upp í skýrslunni gerðu þó ráð fyrir að þó að hlýnun færi tímanbundið umfram mörk Parísarsamkomulagsins á þessari öld væri hægt að draga úr henni á seinni hluta aldarinnar með því að draga hratt úr losun og byrja að fjarlægja kolefni úr lofthjúpnum. Tæknin til að binda kolefni úr lofti í stórum stíl er þó enn tiltölulega skammt á veg komin.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira