Dagbók frá Glasgow Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:31 Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Skotland Loftslagsmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015. Fyrstu dagarnir á ráðstefnunni gefa tilefni til að vera vongóð. Við sjáum til dæmis Indland mæta með markmið um kolefnishlutleysi í fyrsta sinn, en þá fylltist upp í stórt púsl sem vantaði á alþjóðasviðinu. Þó svo að Indland hefði getað gengið lengra er þetta líklegt til að setja aukinn þrýsting á t.d. Kína að gera enn betur. Á fimmtudag kom yfirlýsing frá mörgum af mestu kolafíklum heims, Indónesíu og Póllandi og fleirum, um að þau ætluðu að setja sér markmið um að hætta að brenna kol til orkuframleiðslu. Aftur; metnaðurinn mætti vera meiri en þetta eru allt saman skref í rétta átt. Sama dag kom jafnframt yfirlýsing frá tuttugu ríkjum og alþjóðastofnunum um að þau ætli að hætta að fjárfesta í vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta er risastórt skref og mjög hryggilegt að Ísland hafi ekki tekið þátt í því. Þarna eigum við í krafti stöðu okkar sem eins af ríku löndunum að tala hátt, skýrt og fyrir framtíðinni. Því miður var það ekki raunin þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra steig í pontu í leiðtogaumræðunum. Hún flutti ræðu þar sem ekkert nýtt var að frétta, þetta var endurtekning á gömlum og metnaðarlitlum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Svo fór hún og í hennar stað kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir orkumálaráðherra, væntanlega til að selja heiminum hugmyndina um að botnvirkja Ísland í þágu loftslagsmála. Ég vona að það verði ekki skilaboðin sem Ísland skilur eftir í Glasgow en veit alla vega að ég mun fylgjast vel með. Segjum skilið við sýndarsamráð Allir dagar á loftslagsráðstefnunni eru með sína eigin yfirskrift. Fyrst voru t.a.m. leiðtogadagar, svo hafa fjármál og orka átt hvort sinn daginn. Á föstudag áttu ungmennin hins vegar sviðið, sem ætla má að sé gríðarlega mikilvægt í málaflokki sem snertir umfram allt fólkið sem er yngst í dag og komandi kynslóðir - þ.e. hvernig við skilum jörðinni í þeirra hendur. Það er áberandi hvað þátttaka ungs fólks á þessum fundum hefur aukist mikið á undanförnum árum, enda eru mörg ríki farin að senda sérstaka ungmennafulltrúa til að taka þátt í fundunum. Á sama tíma sjáum við hins vegar, eins og oft vill verða þegar aðkoma ungs fólks að stjórnmálum er annars vegar, að samráðið virðist aðeins vera á yfirborðinu. Ungmennafulltrúarnir fá oft ekki sæti á stóra sviðinu, heldur á sérstökum „ungmennaviðburðum.“ Það segir sína sögu að ungmennadagurinn á þessari ráðstefnu hafi verið settur á föstudegi. Þá voru stór mótmæli í Glasgow, enda hefur Greta Thunberg og hennar hreyfing gert föstudagsmótmæli að aðalsmerki sínu. Ungir aðgerðarsinnar þurftu því að gera upp á milli þess að fara út á götur að mótmæla með félögum sínum eða mæta á ráðstefnuna á fundi. Sjálfur sótti ég fundi á föstudag um hvernig stjórnmálin gætu orðið betri í að hlusta á raddir unga fólksins. Þar fræddist ég um ýmsar sniðugar útfærslur á samráði sem mig langar að skoða alvarlega að hrinda í framkvæmd þegar ég kem aftur heim til Íslands. Þó svo að við séum að gera ýmislegt ágætt í þessum málum þá þurfum við að gera miklu betur - hvort sem það er í samráði við ungt fólk um loftslagsmál eða hvaða önnur samfélagsmál sem er. 100 þúsund raddir Hér að neðan eru svo stutt skilaboð frá fjölmennum mótmælum í Glasgow í gær. Þar voru skilaboðin skýr: Gera meira - strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Fylgjast má með ferð hans á COP26 hér.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun