Hraðamyndavélin á Sæbraut gómað tæplega fimm þúsund á árinu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Aðalvarðstjóri segir hraðamyndavélar hafa tryggt lægri meðalhraða á þeim svæðum sem þeim hefur verið komið upp. Vísir/Vilhelm Hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hefur náð hraðakstri alls tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun og til 1. nóvember 2021. Af þeim fjórum hraðamyndavélum sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfrækir er hraðamyndavélin á Sæbraut sú sem leiðir til langflestra sekta til ökumanna. Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“ Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að alls hafi eftirlit í vélinni á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar skilað sér í sektum til 4.656 ökumanna vegna hraðabrota og 71 sem hefur ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili. Ekki fengust upplýsingar um heildarupphæð sektargreiðslna sem rekja má til vélarinnar það sem af er ári, en ljóst má vera að hún hleypur á tugum milljóna. Á Sæbraut er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund og lágmarkssektargreiðsla 10 þúsund krónur, ef ekið er á 66 kílómetra hraða. Sektargreiðslur fara svo stighækkandi eftir hraða ökutækisins. Tugir milljóna króna Greiði ökumenn sektina innan tiltekins tíma fá þeir svo 25 prósenta afslátt af sektinni. Lágmarkssekt, greidd innan afsláttartímans, er því 7.500 krónur. Má því vera ljóst að Sæbrautarvélin hefur skilað 35 milljónum króna í ríkissjóð hið minnsta á árinu, að því gefnu að allir hafi keyrt á lágmarkssektarhraða og greitt sektina innan afsláttartíma. Því má vera að ljóst heildarsektarupphæðin er í raun umtalsvert hærri en 35 milljónir. Sekt vegna aksturs gegn rauðu ljósi nemur 50 þúsund krónum samkvæmt sektarreikni á heimasíðu lögreglunnar. Hraðamyndavélin á mótum Hringbrautar og Njarðargötu hefur leitt til að hraðakstur 2.151 ökumanns hefur verið fest á filmu og þá hafa 27 fengið sekt eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi það sem af er ári. Sé litið til vélarinnar á mótum Miklubrautar og Kringumýrarbrautar má sjá að þar hafa 475 fengið sekt á árinu vegna hraðaksturs og sjö hafa ekið gegn rauðu ljósi. Fjórða vélin er svo á Breiðholtsbraut, en hún er tiltölulega nýkomin í gagnið og ekki inni í þeim tölum sem bárust við fyrirspurn fréttastofu. 71 hefur fengið sekt á árinu eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Langholtsvegar það sem af er ári.Vísir/Vilhelm Liður í að tryggja umferðaröryggi Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hraðavélarnar lið í því að tryggja umferðaröryggi á höfuðborgarsvæðinu. „Að hafa þessar hraðamyndavélar, auk þess að við erum að mæla hraða í lögreglubílum og bifhjólum. Þetta er liður í nútímalöggæslu að hafa svona vélar í gangi. Þær skila sér í minni meðalhraða á þeim svæðum þar sem þær eru virkar.“ Aðspurður hvort til standi að fjölga slíkum vélum á höfuðborgarsvæðinu segir Árni að þetta sé samvinnuverkefni milli Reykjavíkurborgar og hinna sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og lögreglunnar. „Það er alltaf verið að skoða hvort eigi að fjölga. Nú er Vegagerðin til dæmis að taka upp jafnhraðamælingar úti á landi og það er því einn liður sem verið er að skoða þjóðvegum. Við erum alltaf að kanna hvernig við getum tryggt umferðaröryggi sem best.“
Reykjavík Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Sjá meira