Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Rannveig Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:02 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Félagsmál Barnavernd Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun